is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36212

Titill: 
  • Áhrif samfélagsmiðla á sjálfsmynd unglinga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar síðastliðin ár í tengslum við samfélagsmiðlanotkun og mismunandi áhrif þeirra á unglinga. Tilgangur þessarar ritgerðar var að varpa ljósi á þau áhrif sem samfélagsmiðlanotkun kann að hafa á sjálfsmynd barna og unglinga. Við framkvæmd var notast við spurningar úr gagnasafni frá EU Kids Online um netnotkun barna þar sem þátttakendur voru börn á aldursbilinu 9-17 ára. Þær þrjár spurningar sem okkur fannst geta verið sem allra næst því að mæla megin hugtökin í tengslum við áhrif samfélagsmiðla á sjálfsmynd urðu fyrir valinu en þau hugtök voru: samfélagsmiðlanotkun, neteinelti og sjálfsmynd. Til að svara spurningunni hvort samfélagsmiðlanotkun hafi áhrif á sjálfsmynd var gerð tvíkosta aðhvarfsgreining. Líkanið mat áhrif samfélagsmiðlanotkunar á líkurnar á að börn séu mjög sammála fullyrðingunni „krökkum á mínum aldri líkar almennt vel við mig“ ásamt því að meta áhrif frumbreytna sem voru aldur, kynferði, samfélagsmiðlanotkun, neteinelti og neikvæð reynsla á netinu. Helstu niðurstöður voru þær að unglingar upplifa bæði jákvæð og neikvæð áhrif á sjálfsmynd sína í gegnum samfélagsmiðla. Stelpur eru þó mun líklegri til að þróa með sér neikvæða líkams- og sjálfsmynd en strákar þar sem þær eiga það til að gera meiri samanburð við aðra og meta þannig sjálfsmynd sína út frá áliti annarra. Óvænt niðurstaða kom í ljós en því meira sem strákar notuðust við samfélagsmiðla, því betri sjálfsmynd höfðu þeir. Við myndum þó ekki ráðleggja unglingsstrákum að auka samfélagsmiðlanoktun til að bæta eigin sjálfsmynd. Einnig sáust sterk tengsl á milli neteineltis og sjálfsmyndar en þeir sem höfðu lágt sjálfsálit voru líklegri til þess að hafa orðið fyrir neteinelti eða verið gerendur þess. Gerendur neteineltis geta þó líka haft hærra sjálfsálit en aðrir. Ályktun okkar er sú að með hóflegri notkun samfélagsmiðla ætti það ekki endilega að þurfa að hafa neikvæð áhrif á sjálfsmynd barna og unglinga.

  • Útdráttur er á ensku

    In recent years various researches have studied the effects of social media usage on adolescents. The emphasis of this thesis is to clarify how the use of social media can affect persons self-image particularly child’s or adolescents. A survey about children’s internet use from the EU Kids Online database was used in the performance of the study. Children from the age of 9 to 17 years old where the participants in the study. Three questions where chosen that had the strongest possibility of measuring the concepts of social media that affect the self-image. Those concepts where: social media, cyberbullying and self-image. To measure the potential effect of social media use on the self-image we performed a logistic regression analysis. The model measured the effects of social media use on the probability of children strongly agreeing with the statement “Children my age generally like me” as well as measuring the effect of the independent variables which where age, gender, social media use, cyberbullying and negative experiences on the internet. The main findings of this study where that social media use had both positive and negative effects on the self-image. Girls were more likely to develop a negative body- and self-image than boys since they tend to make more comparisons with others, thus assessing their self-image based on the opinions of others. The use of social media affected boy’s self-image positively meaning the more they used social media the better their self-image became. There was a strong connection between the concepts cyberbullying and self-image. Those who had a bad self-image were more likely to have experienced cyberbullying or to implement it themselves. Cyberbullies could also have a better self-esteem than others. In conclusion a moderate use of social media should not necessarily have a negative impact on the self-image of children and adolescents.

Samþykkt: 
  • 15.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36212


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_ritgerd_lokaskjal.pdf378.19 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna