is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36213

Titill: 
  • Titill er á ensku The relationship between sport participation and alcohol use in adolescents
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn voru hugsanleg tengsl á milli skipulagðar íþróttaiðkunar og áfengisneyslu unglinga könnuð með samanburði á átta rannsóknum sem allar lutu að framangreindum tengslum. Niðurstöður voru fengnar með ítarlegri greiningu á rannsóknunum. Áðurnefndar rannsóknir voru framkvæmdar á unglingum í Bandaríkjunum, Noregi og Íslandi. Fjallað var um þætti tengda íþróttaiðkun sem allir eiga það sameiginlegt að draga úr líkum á áfengisneyslu og þá sérstaklega líkum á því að iðkendur íþrótta þrói með sér áfengissýki. Greint var frá jákvæðum þáttum sem fylgja íþróttaiðkun barna og unglinga, til dæmis má þar nefna markmiðasetningu, hvöt (e. motivation), aukna sjálfsvirðingu og námsárangur, heilbrigð félagsleg tengsl og andlega heilsu. Allt eru þættir sem geta dregið úr líkum á áfengissýki.
    Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að þættir sem að geta dregið úr líkum áfengissýki eru ekki nægjanlegir til þess að draga úr líkum á áfengisneyslu. Þrjár af hverjum fjórum rannsóknum sem greindar voru og bornar saman sýndu fram á jákvætt samband á milli skipulagðrar íþróttaiðkunnar og hærri áfengisneyslu hjá unglingum. Því sýna niðurstöður fram á það að unglingar sem taka þátt í skipulögðu íþróttastarfi eru líklegri til að neyta áfengis en þeir sem taka ekki þátt. Rannsóknirnar sýndu hins vegar fram á kynjamun, mun á mismunandi tegundum íþrótta og mun á milli landa og menningarheima sem er frekar greindur í sérstökum umræðukafla. Ólíkar niðurstöður rannsókna sem gerðar voru í Bandaríkjunum annars vegar og Íslandi og Noregi hins vegar vekja athygli og gefa til kynna að þættir líkt og fyrirkomulag íþróttaiðkunnar og mismunandi skólakerfi skipti miklu máli. Að mati höfundar er þörf á frekari rannsóknum til að dýpka skilning á og greina hvaða þættir tengdir íþróttaiðkun það eru sem gera íþróttaiðkendur líklegri til að neyta áfengis en þá sem stunda þær ekki.
    Lykilhugtök: Áfengisneysla, íþróttaiðkunn, skipulagt íþróttastarf, unglingar, áfengissýki

  • Útdráttur er á ensku

    The main aim of this thesis was to investigate the relationship between adolescents´ sport participation and alcohol consumption. The investigation involved the analyses of eight studies from the United States of America (USA), Iceland and Norway that all explored this correlation. Factors associated with sport participation were discussed, particularly those that can protect the adolescents and reduce their risk of Alcohol Use Disorder (AUD), and future alcohol use. Examples of the benefits of sport participation, such as improved goal setting, increased motivation and self-esteem, better results in school, healthier friendships and better mental health were identified, all which can reduce the risk for AUD in the future. After exploring the research question alongside these beneficial factors, results show that even though these factors that can be gained through sport can reduce the risk of future AUD, sport participation itself does not reduce the risk of alcohol use. The majority of the studies (75%) showed a significant positive relationship between sport participation and higher levels of alcohol use in adolescents, suggesting that adolescents who participate in sports are more likely to consume alcohol than those who do not participate in any sports. Studies did show differing results between different types of sports, genders and cultures in various countries and are discussed in relation to the topic. The clear discrepancy between countries and the differences on results from USA and Nordic countries are discussed. The inconsistency in those studies suggests that factors such as in what setting the sports are played and the difference in the school systems play a role in the outcomes. Additional research is needed on which factors within sports are the reason for participants being at more risk than non-participants when it comes to alcohol consumption.
    Keywords: Alcohol consumption, sport participation, organised sports, adolescence, Alcohol use disorder

Samþykkt: 
  • 15.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36213


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
The relationship between sport participation and alcohol use in adolescents_Herta..pdf391,69 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna