is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36214

Titill: 
  • Samanburður á samfélagsstefnum helstu viðskiptabanka Íslands
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Samfélagsábyrgð hefur öðlast aukið mikilvægi síðustu ár vegna vitundarvakningar þeirra áhrifa sem fyrirtæki hafa á umhverfið og hefur því mikilvægi samfélagsábyrgðar farið að vega þyngra hjá fyrirtækjum. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna hafa nýst fyrirtækjum sem leiðarvísir við innleiðingu á samfélagsstefnu og hafa þrír stærstu viðskiptabankar Íslands tileinkað sér heimsmarkmið sem heyra best undir starfsemi þeirra. Sköpun og hámörkun sameiginlegra verðmæta samfélagsins eiga sér stað þegar bankar eru samfélagslega ábyrgir og er því ávinningur við innleiðingu samfélagsábyrgðar mikill.
    Markmið þessa verkefnis er að bera saman samfélagsstefnur þriggja stærstu viðskiptabanka Íslands og reyna að meta að hversu miklu leyti bankarnir styðjist við samfélagsstefnur sínar við úrvinnslu lánaumsókna þegar áföll verða. Notkun fyrirliggjandi heimilda og gagna bankanna, meðal annars árs- og sjálfbærniskýrslur, voru nýttar til frekari greiningar. Rannsókn þessi byggir á eigindlegri nálgun óstaðlaðra viðtala við fulltrúa helstu viðskiptabanka Íslands ásamt efnisgreiningu.
    Helstu niðurstöður rannsókarninnar er að nálgun áhersluþátta sem henta starfsemi hvers banka sé helsti munurinn á samfélagsstefnum þeirra. Notkun UFS mælikvarða er meðal helstu áhersluþátta bankanna og telja bankarnir að heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna séu ekki fullnægjandi til að byggja samfélagsskýrslu. Rannsóknin sýndi að samkeppnislög ættu ekki við á sviði samfélagsábyrgðar þar sem það ættu ekki að ríkja leyndarmál er varða málefnið.
    Efnisorð: Samfélagsábyrgð, sjálfbærni, heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, viðskiptabankar, UFS

Samþykkt: 
  • 15.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36214


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSc AKJ LISP.pdf1,05 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna