is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36215

Titill: 
 • Próffræðilegir eiginleikar BIS/BAS kvarðanna í íslenskri þýðingu
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Tilgangur rannsóknarinnar var að þýða og staðfæra kvarðana Behavioural Inhibition Scale, (BIS) og Behavioural Approach System (BAS) yfir á íslensku og skoða próffræðilega eiginleika þeirra. Kenningin er sú, að spurningalistarnir meti tvö mismunandi hvatakerfi sem stjórna hegðun fólks. Frumgerð BIS/BAS kvarðans er á ensku, en hann hefur verið þýddur og lagaður að nokkrum tungumálum og voru próffræðilegir eiginleikar sambærilegir frumgerðinni. Ekki er vitað til þess að prófið hafi áður verið þýtt yfir á íslensku. Í rannsókninni var aðgreiniréttmæti prófað með því að bera saman svör þátttakenda úr BIS/BAS spurningalistanum við SPANE (Scale of Positive and Negative Experiences) spurningalistann og var samleitniréttmæti prófað með því að bera saman svör þátttakenda úr BIS/BAS spurningalistanum við BSSS (Brief Sensation Seeking Scale) spurningalistann. Þá var gerð dreifigreining til að kanna hvort munur væri á heildarskori á prófinu út frá aldursflokkum. Þátttakendur (N = 530) voru að meirihluta konur (65,1%) og uppfyllti dreifing aldurs forsendur dreifigreiningar. Þáttagreining gaf af sér fjóra þætti það er BIS skiptist í tvo undirþætti og BAS skiptist í tvo undirþætti. Þættirnir skýra samtals 43,72% af dreifingu atriðanna. Heildaráreiðanleiki prófsins var góður (α = 0,73), en samleitni- og aðgreiniréttmæti mismikið eftir undirþáttum. Dreifigreining á heildarskori eftir aldursflokkum var í samræmi við niðurstöður fyrri rannsókna. BIS/BAS prófið í íslenskri þýðingu og aðlögun er samkvæmt þessari rannsókn gagnlegt mælitæki til þess að mæla forðunar- og nálgunarhegðun í heild. Hins vegar þarf að aðlaga prófið betur til þess að mæla á nákvæman hátt undirkvarða BAS.
  Lykilorð: BIS/BAS kvarðar, próffræðilegir eiginleikar, áreiðanleiki, réttmæti, þáttagreining, dreifigreining.

 • Útdráttur er á ensku

  The purpose of this study was to translate the Behavioural Inhibition Scale (BIS) and Behavioural Approach Scale (BAS) into Icelandic and evaluate their psychometric properties. The questionnaire assesses two different behavioral systems that control people’s behavior. The original BIS/BAS scale is in English and has been translated and adapted into several languages and the psychometric properties were comparable to the original edition. It is not known that the questionnaires were previously translated into Icelandic. In this study the discriminant validity was tested by comparing the participant’s answers on the BIS/BAS questionnaire with their answers on SPANE (Scale of Positive and Negative Experiences) questionnaire and the convergent validity by comparing the participants answers on the BIS/BAS questionnaire to their answers on the BSSS (Brief Sensation Seeking Scale) questionnaire. An ANOVA was used to measure age difference on the total score. The participants (N = 530) were in majority women (65.1%) and the distribution of age met the criteria for ANOVA. Exploratory Factor Analysis yielded four factors; both BIS and BAS divided into two factors each. The factors explain 43.72% of the variance of the items. The reliability was good (α = 0.73), but the discriminant- and convergent validity was different for subfactors. The analysis of variance for age difference on the total score was comparable to results from previous research. The BIS/BAS scales in Icelandic adaptation is fit to measure behavioural inhibition and behavioural approach. The test needs to be adjusted further to measure the BAS subscales sufficiently.
  Keywords: BIS/BAS scales, psychometric properties, reliability, validity, factor analysis, ANOVA.

Samþykkt: 
 • 15.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36215


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaritgerd_dagny_hrafnhildur_maria_sigurdur-lokautgafa.pdf634.46 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna