is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36216

Titill: 
 • Að fara úr virkum lífsstíl í félagslega einangrun og aftur til baka : áhrif heilahristings af völdum höfuðáverka í íþróttum á sálfélagslega líðan íþróttafólks
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Heilahristingur af völdum höfuðáverka er tiltölulega algengur hjá íþróttafólki og hafa áhrifin komið betur og betur í ljós síðustu ár. Síðustu 20 ár hefur ákveðin vitundarvakning orðið innan íþróttaheimsins hvað varðar heilahristing en aðallega hafa líkamleg áhrif þess á íþróttafólk verið skoðuð en minna um áhrif á sálræna líðan en það hefur verið að breytast upp á síðkastið. Tilgangurinn með þessari rannsókn er að öðlast dýpri þekkingu og skilning á sálfélagslegum áhrifum heilahristings af völdum höfuðáverka á íþróttafólk sem getur leitt til aukinnar þekkingar fólks á fyrirbærinu, þá sérstaklega starfsfólks sem vinnur í kringum íþróttalið og íþróttafólk.
  Rannsóknarspurningin er: Hver er reynsla íþróttakvenna af áhrifum heilahristings af völdum höfuðáverka á sálfélagslega líðan, endurhæfingu og viðbrögðum og almennri þekkingu fólks. Stuðst var við eigindlega aðferðafræði, Vancouver skólans í fyrirbærafræði. Tekin voru djúpviðtöl við þrjár íþróttakonur sem höfðu fengið heilahristing af völdum höfuðáverka í sinni íþrótt og gengið í gegnum endurhæfingu í kjölfarið. Niðurstöður leiddu í ljós að þátttakendur fundu fyrir sálfélagslegum einkennum í kjölfar einangrunar og annarra takmarkana vegna líkamlegra einkenna heilahristings. Skyndilegar breytingar urðu á lífi þeirra og áttu þær í erfiðleikum með að fara úr mjög virkum lífsstíl yfir í nánast algjöra einangrun vegna ljósfælni, svima, sjóntruflana, höfuðverkja og þreytu sem hélt þeim frá því að umgangast annað fólk. Einangrunin leiddi til mikillar vanlíðunar og vonleysis. Þátttakendur fundu einnig fyrir mikilli óvissu og kvíða á endurhæfingartímabilinu þar sem þær vissu ekki hvert þær áttu að leita og vissu ekki hvernig endurhæfingartímabilið liti út né hversu langan tíma það myndi taka. Skortur er á meðferðarúrræðum fyrir íþróttafólk sem fær heilahristing sem býður upp á markvisst endurhæfingarferli. Samanborið við önnur lönd, t.d. Bandaríkin, er Ísland eftir á hvað varðar meðferðarúrræði fyrir íþróttafólk og er þörf á að auka þekkingu fagaðila sem starfa með íþróttafólki og auka valmöguleika á meðferðarúrræðum. Lítil áhersla var lögð á sálfélagslega líðan þátttakenda í endurhæfingunni en fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi hlutverks sálfræðinga hjá íþróttafólki sem þarf að ganga í gegnum miklar breytingar á daglegu lífi sínu vegna heilahristings.
  Lykilhugtök: Heilahristingur, sálfélagsleg einkenni, einangrun, endurhæfing, viðtöl

 • Útdráttur er á ensku

  Concussion caused by a blow to the head is relatively common among athletes and with time the effect it can have on athletes has become more clear. In the past 20 years there has been a certain awakening within the sports community regarding concussion and it‘s effect, mostly regarding the physical effect it has on athletes but less the effect it can have on the psychosocial wellbeing, however it has increased in the recent years. The purpose of this research is to get a deeper understanding and gain more knowledge about the psychosocial effect concussion caused by a blow to the head can have on athletes and by doing that increasing peoples knowledge on the phenomenon, especially the staff that work closely with teams and athletes.
  The research question is: What is female atheletes‘ experience of concussion caused by a blow to the head and it‘s effect on their psychosocial wellbeing, the rehabilitation process and the reaction of people around them and their knowledge in general of concussion. In this research qualitative methodology was used, Vancouver-school of phenomenology. Depth interviews were conducted with three athletes that have experienced concussion caused by a blow to the head in their sport and have consequently gone through rehabilitation. Results show that participants had psychosocial symptoms following the isolation and other limitations of their daily life caused by the physical symptoms. Sudden changes to their daily lives caused them difficulties going from an active lifestyle into almost complete isolation because of light sensitivity, dizziness, vision disturbances, headaches and tiredness that kept them from keeping company with people. The isolation caused many depressive symptoms and feelings of hopelessness. Participants also felt a lot of uncertainty and anxiety during the rehabilitation period due to not knowing what the structure of the rehabilitation process was or how long it would take. There is a lack of treatment resources for athletes that get a concussion offering a specific rehabilitation process made for concussion injuries. Compared to other countries, e.g. USA, Iceland is behind in terms of treatment resources for athletes and more knowledge is needed for professionals that work for and around athletes and teams. Little emphasis was put on the psychosocial health of the participants during rehabilitation, results from previous research have shown the importance of psychologist involvement in helping athletes when they are going through changes to their daily life following a concussion
  Key terms: Concussion, psychosocial symptoms, isolation, rehabilitation, interviews

Samþykkt: 
 • 15.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36216


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaútgáfa-BA ritgerð.pdf630.54 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna