Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3621
Þetta verkefni er fræðileg ritgerð um kynferðislega misnotkun og fólk með þroskahömlun. Markmið verkefnisins er að varpa ljósi á hversu algeng kynferðisleg misnotkun er hjá fólki með þroskahömlun, hvernig hugmyndafræði fötlunarfræðinnar og goðsagnir um fólk með þroskahömlun hefur haft áhrif á líf þess með tilliti til kynferðislegrar misnotkunar, hvernig bregðast eigi við þegar grunur um kynferðislega misnotkun vaknar, hvaða eftirmeðferðir og ráðgjöf er í boði fyrir þolendur kynferðislegrar misnotkunar, hver er staða málsins ef gerandinn er einnig með þroskahömlun.
Verkefnið sýnir að fólk með þroskahömlun er allt að fjórum sinnum líklegra að verða fyrir kynferðislegri misnotkun. Ástæðan fyrir því að fólk með þroskahömlun sé líklegra að verða fyrir misnotkun en aðrir hópar í þjóðfélaginu er líklega sú að skort hefur kynfræðslu til þessa hóps. Það þekkir síður þær hættur sem eru í umhverfinu og því varnarlausara en aðrir. Það má rekja skort á fræðslu til fólks með þroskahömlun til þeirra goðsagna sem hafa ríkt um fólk með þroskahömlun. Það eru aðallega tvær goðsagnir sem hafa verið ríkjandi, annað hvort var fólk með þroskahömlun talin að eilífu börn eða það væri hömlulaust þegar kæmi að kynlífi. Það var því ekki talið við hæfi að veita þeim kynfræðslu af ótta við að magna upp kynferðislega hegðun hjá þeim á hvorn veginn sem var.
Til að tryggja rétta málsmeðferð og hagsmuni þolandans sem best þarf að bregðast rétt við. Starfsfólk í búsetuúrræðum verður að vera vakandi fyrir þeim möguleika að fólkið sem það er að þjónusta geti orðið fyrir kynferðislegri misnotkun eins og hver annar. Það þarf að þekkja einkenni misnotkunar svo það geti brugðist rétt við svo að þolandinn fái viðeigandi áfallahjálp sem fyrst og til þess að sönnunargögn glatist ekki. Það þarf að vera til verkferli sem hægt er að fara eftir þegar grunur vaknar.
Lykilorð: Fólk með þroskahömlun.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
(Microsoft Word - Loka.pdf | 325,58 kB | Lokaður | Heildatexti |