Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36220
Kröfur til fyrirtækja um samfélagsábyrgð og útgáfu árlegrar samfélagsskýrslu fara vaxandi og koma þær kröfur úr mörgum áttum. Með tímanum hefur umhverfisvakning neytenda vaxið en einnig hjá hluthöfum og stjórnvöldum. Þá hafa verið sett lög hér á landi um að fyrirtækjum með yfir 250 starfsmenn sé skylt að gefa út samfélagsskýrslu.
Rannsókn þessi miðar að því að skoða hvort 100 stærstu fyrirtæki á Íslandi (eftir veltu) nýti alþjóðlega staðla á borð við Global Reporting Initiative (GRI) við útgáfu samfélagsskýrslna. Skoðað var hvort nýtt ákvæði laga um ársreikninga nr. 3/2006 hafi áhrif á fyrirtæki sem falla ekki undir lögin vegna stærðargráðu. Athugað var hver aðkoma stjórnar fyrirtækja er við gerð samfélagsskýrslu og til hvaða hagaðila leitað er til. Tekið var óstaðlað viðtal við Ásthildi Hjaltadóttur en hún er yfirumsjónarmaður svæðisbundinna skrifstofa hjá Global Reporting Initiative. Gerð var megindleg rannsókn og var spurningakönnun sem innihélt 16 spurningar um innihald og mikilvægi samfélagsskýrslna lögð fyrir fyrirtækin.
Niðurstöður benda til meirihluti fyrirtækja eru að nýta sér staðla við gerð á samfélagsskýrslu. Lagabreytingar um ársreikninga nr. 3/2006 hefur haft í för með sér mikla aukningu á notkun staðla við gerð skýrslna. Aðkoma stjórnar að útgáfu skýrslunnar er fremur meiri en minni og meirihluti fyrirtækjanna leituðu til 5 eða fleiri hagaðila við útgáfu samfélagsskýrslunnar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
B.Sc ritgerð - Erlín og Marteinn PDF.pdf | 1,37 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |