is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36222

Titill: 
  • Próffræðilegir eiginleikar Þankaþarfakvarðans í nýrri íslenskri þýðingu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þankaþarfakvarðinn (e. need for cognition scale) metur hversu mikið fólk nýtur þess að takast á við verkefni eða þrautir sem reyna á hugsun þeirra. Kvarðinn hefur verið notaður í margvíslegum rannsóknum og þýddur yfir á mörg mismunandi tungumál. Hingað til hafa verið gerðar tvær tilraunir til þess að þýða kvarðann yfir á íslensku en þær hafa ekki skilað ásættanlegu mælitæki. Það var því markmið þessarar rannsóknar að þýða Þankaþarfakvarðann yfir á íslensku og meta próffræðilega eiginleika hans. Aðgreiniréttmæti kvarðans var skoðað með fylgni við mælikvarða fyrir jákvæða og neikvæða reynslu (e. scale of positive and negative experience [SPANE]) auk þess sem fylgni milli þankaþarfar og frammistöðu í hugrænum verkefnum var skoðuð. Þátttakendur voru 607 (197 karlar, 405 konur og fimm gáfu ekki upp kyn), af þeim tóku 94 einnig þátt í að leysa hugræn verkefni. Próffræðilegir eiginleikar kvarðans í íslenskri þýðingu komu vel út og innri áreiðanleiki var hár (0,87). Leitandi þáttagreining gaf tvo þætti, einn sem innihélt níu jákvætt orðaðar staðhæfingar og annan sem innihélt níu neikvætt orðaðar staðhæfingar. Þvert á tilgátu rannsakenda leiddu niðurstöður í ljós að engin fylgni var á milli þankaþarfar og vinnsluminnis. Búist var við að engin eða lítil fylgni væri milli Þankaþarfakvarðans og SPANE kvarðans, en niðurstöður sýndu meðal sterka fylgni. Niðurstöður úr leitandi þáttagreiningu og samband Þankaþarfakvarðans við bakgrunnsbreytur eru í samræmi við fyrri rannsóknir á upprunalegu útgáfu kvarðans sem og öðrum erlendum útgáfum. Það má því draga þá ályktun að þýðingin hafi skilað réttmætu og áreiðanlegu mælitæki sem nái yfir hugsmíðina þankaþörf.

  • Útdráttur er á ensku

    The Need for Cognition Scale (NFCS) measures how much an individual enjoys mentally challenging tasks. The scale has been used in a wide variety of research projects and translated into many different languages. An icelandic translation has been attempted twice and has thus far not yielded satisfying results. It was the aim of the current research to successfully translate the NFCS and to evaluate its statistical properties. The NFCS’s relationship with performance on cognitive ability tests was evaluated and its discriminant validity was assessed by calculating its correlation to the Scale of Positive and Negative Experience (SPANE). The research included 607 participants (197 men, 405 women and five chose not to disclose their gender), of which 94 also took part in cognitive ability tests. The statistical qualities of the NFCS in the present icelandic translation were good and internal consistency was high (0,87). An exploratory factor analysis revealed two dominant factors which were divided by the polarity of the scales items (nine positively worded items and nine negatively worded items). In contrast to the expectations of the research team there was no correlation between need for cognition (NFC) and working memory. A second surprising result was that there was a moderate correlation between NFC and the SPANE scale, which again ran counter to the expectations of the research team. The results of the exploratory factor analysis, as well as the NFCS’s correlation with background variables, are comparable to the results of previous research on the original scale, as well as those of translated versions. It therefore seems that the current research has supplied a valid and reliable questionnaire for measuring need for cognition.

Samþykkt: 
  • 15.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36222


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Próffræðilegir eiginleikar Þankaþarfakvarðans í nýrri íslenskri þýðingu.pdf822.57 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna