Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36230
Hrakandi geðheilsa og aukin vanlíðan unglinga hefur verið áberandi í umfjöllun um líðan og hag þessa hóps undanfarin ár. Umræðan hefur verið á þá leið að andleg líðan unglinga í dag sé verri en nokkurn tíman áður (Ársæll Arnarsson, 2019). Tilgangur þessa verks og markmið höfunda var að skoða þróun í líðan og nærumhverfi unglinga á Íslandi undanfarin tuttugu ár, á þann hátt að meta þær breytingar sem hafa átt sér stað út frá markverðum muni milli mælinga. Ásamt því að skoða framangreindar breytingar í ljósi þeirra samfélagslegu breytinga og þróunar í málefnum barna sem hefur átt sér stað á tímabilinu. Umfjöllun um samfélagslegar breytingar voru settar í sögulegt samhengi sögu barnsins og þróun vísindanna í því augnamiði að skoða á hvaða hátt aukin þekking og skilningur manna á börnum hefur mótað ríkjandi viðhorf og gildi hvers tíma. (Lightfoot, Cole og Cole, 2018). Hugmyndir manna um börn á hverjum tíma skilgreina og skilyrða umhverfi þeirra og tilveru á öllum sviðum lífsins. (Lightfoot o.fl. 2018). Tilgangur og markmið voru sett fram í eftirfarandi rannsóknarspurningum og niðurstöður dregnar saman í samræmi við framsetningu þeirra, þær eru svohljóðandi: Hvernig hefur tilvera íslenskra unglinga breyst undanfarin tuttugu ár í ljósi samfélagslegra beytinga og þróunar í málefnum barna undanfarin tuttugu ár? Á hvaða hátt hefur nærumhverfi íslenskra unglinga breyst undanfarin tuttugu ár? Hefur andleg líðan unglinga á Íslandi versnað markvert frá árinu 1997 til ársins 2018 ?
Gögn úr niðurstöðum kannana Ungs fólks voru notuð til að kanna svörun unglinga um eigin líðan og nærumhverfi, gögn úr skýrslum Rannsóknar og greiningar (2003; 2018). Opinber gögn og fræðileg umfjöllun var notuð í umfjöllun og framkvæmd yfirlits á samfélagslegum breytingum og aðgerðum innan málaflokks barna. Niðurstöður gefa til kynna að líðan ungmenna hefur versnað hlutfallslega, fjöldi þeirra unglinga sem upplifa andlega vanlíðan hefur aukist á markverðan hátt. Hinsvegar á sú staðreynd við minnihluta hópsins því má álykta að meiri hluti unglinga upplifir ekki slíka vanlíðan reglulega og slíkt ástand er ekki viðvarnandi hjá hópnum í heild. Einnig gefa niðurstöður til kynna að meirihluti unglinga hafi búið við góðan stuðning í nærumhverfi sínu undanfarin tuttugu ár og hefur sá stuðningur aukist á tímabilinu. Samantekt á framþróun í málefnum barna sýnir að stuðningur í fjærumhverfi þeirra og áherlsa á velferð þeirra hefur aldrei verið meiri en nú.
Deteriorating mental health and increasing misery among adolescents has been in the foreground in discussion concerning health and conditions of the group the recent years. The debate has stated that adolescent’s mental health condition has never been as bad as recent state (Ársæll Arnarsson, 2019). The purpose of this writing and the authors goal was to study the development of mental health and the micro-environment of Icelandic adolescents the last twenty years, thereby evaluating the changes that have occurred according to importance of effects between measures. Along with studying foregoing changes in the light of societal changes and progress in the matters of children in the given period. The scope of societal change was placed in the historical context of the history of the child and the development of science for the purpose of observing how increased knowledge and understanding of the nature of children has shaped the prevailing beliefs and values within the current time. (Lightfoot ofl., 2018). The concept of human children at each current time defines and conditions their environment and existence in all areas of life. (Lightfoot, o.fl., 2018). The purpose and objectives were formulated in the following research questions and findings summarized according to their presentation, they are following: How has the existence of Icelandic adolescents changed over the past twenty years in the light of societal changes and the development of children's issues over the past twenty years? In what ways has the micro-environment of Icelandic adolescents changed over the past twenty years? Has the mental health of Icelandic adolescents deteriorated remarkably from the year 1997 until 2018?
Data from the results of the surveys Ungt fólk were used to examine the reaction of adolescents self-reported status of mental health and microenvironment, data from reports by Rannsókna og greining (2003; 2018). Official data and academic coverage were used to construct the summary of societal changes and actions within the set of children’s issues. Results indicate that adolescent’s mental health has deteriorated proportionally, the number of adolescents experiencing mental distress has increased in a markable way. However, on the fact of the minority group it can be concluded that the greater part of adolescents does not experience such mental distress on a regular basis and such a situation is not abolished by the group as a whole. Also, the findings indicate that majority of adolescents have lived with a good support within their microenvironment over the past twenty years, and the support has increased during the period. A summary of progress in children's issues shows that support in their macroenvironment and the focus on their welfare has never been greater than now.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Líðan-íslenskra-unglinga.pdf | 1,19 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |