is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36234

Titill: 
  • Kulnun : hvað er hægt að gera til að koma í veg fyrir kulnun?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð var leitast eftir að greina hvort kulnun sé eingöngu atvinnutengt ástand og hvað sé hægt að gera til að minnka líkur eða koma í veg fyrir að fólk fari í kulnun. Kulnun er afleiðing langvarandi streitu og eru lykileinkenni hennar örmögnun, bölsýni og skert vinnufærni auk fleiri einkenna tengd við kulnun, bæði andleg og líkamleg. Viðhorf til kulnunar hjá þátttakendum rannsóknarinnar var almennt jákvætt og töluðu margir um hana sem lærdómsríka. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar var að kulnun sé ekki eingöngu atvinnutengt ástand, orsakavaldar hennar má rekja bæði til aðstæðna í einkalífi og starfsumhverfi og að með því að minnka álag og viðhalda góðum samskiptum við starfsmenn geta fyrirtæki minnkað líkur eða komið í veg fyrir að starfsmenn þeirra fari í kulnun. Einstaklingar geta minnkað líkur eða komið í veg fyrir kulnun með því að huga vel að andlegri heilsu og setja sér mörk.
    Eigindleg rannsóknaraðferð var notuð, tekin voru viðtöl við níu einstaklinga, tvo karlmenn og 7 konur sem eru eða farið hafa í kulnun, tvo stjórnendur og sálfræðing hjá Virk starfsendurhæfingu. Tekin voru viðtöl við þátttakendur rannsóknarinnar og svör þeirra skráð niður. Spurningar voru opnar og fengu þátttakendur að svara þeim út frá eigin reynslu, upplifun og koma þeim upplýsingum um rannsóknarefnið sem þeim fannst mikilvægt á framfæri.

  • Útdráttur er á ensku

    This essay will explore the reasoning behind burnout’s, and whether it’s only a work-related issue, and what can be done to minimise the risk or prevent people feeling burnt-out. Burnout is caused by ongoing stress and its key elements are exhaustion, cynicism, and inefficacy, but other elements are also linked to it, but they can be both emotional and physical. The attitude towards burnout from participants was generally positive and many spoke of it as a learning curve. The main findings from the research show that burnout is not only a work-related issue, but that the contributors towards it can be linked to special circumstances in your personal life and work environment, and by reducing stress and keeping an open dialogue and communication with your employees companies can minimise the risk of burnouts, or prevent it altogether. Individuals can also prevent burnouts by keeping a healthy lifestyle and settings themselves limits. The qualitative research method was used, interviews with nine individuals were taken, two males and seven females who are or have felt burnt-out, and two directors and a psychologist at Virk rehabilitation centre. The interviews with the participants were taken and their answers documented. The questions asked were open to interpretation and the participants could answer them based on their own experiences, and so they can articulate and reveal what they found to be the most important information regarding the study.

Samþykkt: 
  • 15.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36234


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð Kulnun ÍÓJ Skemman.pdf610.4 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna