is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36235

Titill: 
 • Greining á útgerðarmynstri Hraðfrystihúss Hellissands : samanburður á línuveiðum og trollveiðum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Íslenskur sjávarútvegur hefur í gegnum tíðina verið ein mikilvægasta atvinnugrein þjóðarinnar. Hringinn í kringum landið starfa öflug sjávarútvegsfyrirtæki og er stærð þeirra og útgerðarmynstur misjafnt. Öll sjávarútvegsfyrirtæki hafa það markmið að hámarka verðmæti þess afla sem skip fyrirtækjanna koma með í land hverju sinni. Hraðfrystihús Hellissands, sem staðsett er á Rifi á Snæfellsnesi, er eitt þeirra. Fyrirtækið gerir út tvö línuskip, Örvar SH 777 og Rifsnes SH 44. Í þessu verkefni er sá möguleiki kannaður hvort það sé hagkvæmara fyrir Hraðfrystihús Hellissands að gera út togskip eða línuskip fyrir hráefnisöflun landvinnslu fyrirtækisins.
  Tekið var viðtal við útgerðaraðila sem gerir út togskip og línubáta fyrir hráefnisöflun landvinnslu síns fyrirtækis. Rýnt er í helstu kostnaðarliði við útgerð skipa Hraðfrystihúss Hellissands og þau gögn borin saman við niðurstöður annarra greininga. Framkvæmd var SVÓT greining á veiðarfærunum línu og trolli út frá viðtali sem tekið var þegar verkefnið var í vinnslu. Einnig var stuðst við fræðilegar rannsóknir sem fyrir liggja um samanburð á þessum tveim veiðarfærum.
  Helstu niðurstöður leiddu í ljós að fjölmargir kostir eru fyrir Hraðfrystihús Hellissands að gera út togskip fyrir hráefnisöflun landvinnslu. Niðurstöður þeirra rannsókna sem meta samanburð á veiðarfærunum leiddu í ljós að fiskur sem veiddur er á línu er jafnan seldur á hærra verði en sá fiskur sem veiddur er með trolli. Ljóst er að þegar taka skal ákvörðun um breytingu á útgerðarmynstri eru lykilbreyturnar háðar því aflamarki í einstaka fisktegundum sem fyrirtækið hefur yfir að ráða og afköstum landvinnslu fyrirtækisins.
  Lykilorð: Sóknarkostnaður, Útgerðarkostnaður, Gæði, Línuveiðar, Trollveiðar

 • Útdráttur er á ensku

  Icelandic fisheries have throughout history been one of the nation's most important industries. Around the country, large fishing companies operate, and their size and fishing patterns vary. Fishing companies aim is to maximize the value of the catches that the companies' vessels bring ashore at any given time. Hraðfrystihús Hellissands, located at Rif in Snæfellsnes peninsula, is one of them. The company operates two longline fishing ships, Örvar SH 777 and Rifsnes SH 44. In this thesis, it will be explored whether it is more cost-effective for Hraðfrystihús Hellissands to operate a trawler or a longline ship for raw material harvest for their land-based production.
  An interview was conducted with an executive of a fishery which operates a trawler and longline ships for the fishing. The main cost factors for the operation of Hraðfrystihús Hellissands' vessels are examined and this data is compared with the results of other analyses. SWOT analysis was carried out on each type of fishing method, longline and trawler, based on the project interview. Research available on comparisons of these two fishing gear methods were also used to support the SWOT analysis.
  The main findings revealed that there are numerous advantages for Hraðfrystihús Hellissands to operate a trawler for raw material harvesting. The results of other studies revealed that fish caught on line are usually sold at a higher price than fish caught with trawlers. When deciding on a change in the fishing pattern, the key variables are dependent on the catch quota for the individual fish species that the company has and the land processing capacity of the company.
  Keywords: Operating costs, Fishing costs, Quality, Longline fishing, Trawler fishing

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 30.04.2046.
Samþykkt: 
 • 15.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36235


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Greining á útgerðarmynstri Hraðfrystihúss Hellissands lokaverkefni-Kristján Pétur.pdf716.7 kBLokaður til...30.04.2046HeildartextiPDF