is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36236

Titill: 
  • Samrunar á Íslandi : hvaða áhrif hafa samrunar á hagsmunaaðila fyrirtækja?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð voru tveir samrunar á Íslandi skoðaðir. Kaup N1 á Festi og kaup Vodafone á 365 miðlum. Áhrifin sem samrunarnir höfðu á hagsmunaaðila fyrirtækjanna voru sérstaklega til skoðunar og til einföldunar voru hagsmunaaðilar taldir vera hluthafar, viðskiptavinir og starfsmenn. Rannsóknir og/eða viðeigandi opinberar upplýsinagr varðandi áhrif samruna á hagsmunaaðila er af skornum skammti, nema varðandi fjárhagslega þætti.
    Tilgangur ritgerðarinnar var að skoða hvaða áhrif samrunar hafa á hagsmunaaðila fyrirtækja. Fræðilega umfjöllunin sýndi að áhrif samruna geta verið jákvæðir og neikvæðir. Samrunar geta lækkað rekstrarkostnað, aukið hagnað, hjálpað varðandi vinnuferla starfsmanna og skilað sér í lækkuðu verði á vörum. Samrunar geta hinsvegar líka haft neikvæð áhrif á hagsmunaaðila. Samþætting tekur of langan tíma, aukið álag á starfsmenn og að fyrirtæki taki viðskiptavini sem sjálfsögðum hlut.
    Niðurstöður ritgerðarinnar sýndu fram á að Sýn átti í miklum erfiðleikum fyrsta árið, fyrirtækið skilaði tapi og greiddi þ.a.l. ekki arð til hluthafa sinna. Samruni N1 og Festi hafði ekki sömu áhrif því fyrirtækið hefur skilað hagnaði öll árin frá samrunanum. Sýn lenti í miklum vandræðum með bæði þjónustustig sitt og viðskiptavinaánægju sína eftir samrunann, sem hefur þó lagast síðan þá. Álag á starfsmenn beggja fyrirtækja hefur aukist í kjölfar samrunans og endurgjöf til starfsmanna Festi hefur hríðfallið. Starfsánægja starfsmanna fyrirtækjanna hafði þó haldist óbreytt í kjölfar samrunans.
    Lykilorð: samruni – áhrif – hagsmunaaðilar

  • Útdráttur er á ensku

    In this study two mergers in Iceland were examined. N1 acquired Festi and Vodafone acquired 365 miðlar. The effects that the mergers had on stakeholders were examined and for simplification were the stakeholders defined as shareholders, customers and employees. The purpose of the study was to examine what effects mergers have on company stakeholders. The effects of a merger can both be positive and negative. Mergers can reduce operating costs, increase profits, help with the work processes for staff and result in lower product and service prices for customers. Mergers can, on the other hand, also have negative effects. Integration can take too long, increased workload on staff and that companies take customers for granted. The results of the study revealed that Sýn in the first year, net income resulted in a loss. Festi did not have these difficulties and their net income has resulted in profits for the last few years. Sýn did also have difficulties with managing the inflow of new customers resulting in drop in level of service and customer satisfaction. Workload on employees did increase as a result of both mergers and feedback to employees of Festi dropped massively. Job satisfaction had not dropped as a result of the mergers.
    Keywords: merger – effects – stakeholders

Samþykkt: 
  • 15.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36236


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kristófer Eggertsson - lokaverkefni.pdf2.63 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna