is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36238

Titill: 
 • Umbúðir til flutninga á ferskum fisk : samanburður á umbúðum fyrir hitastýrða flutninga á ferskum laxi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Síðastliðna öld hefur umhverfisvitund í heiminum verið að aukast og sífellt fleiri sem átta sig á því að auðlindir heimsins eru takmarkaðar. Aukin þrýstingur er á stjórnvöld og fyrirtæki úr öllum áttum að tryggja sjálfbæra framleiðslu og minnka notkun óumhverfisvænna framleiðsluþátta sem hafa neikvæð áhrif á umhverfið eftir notkun. Umbúðir þurfa að standast ýmsar gæðakröfur. Til að mynda þarf að vernda afurðir og tryggja að afurðagæði haldist í flutningum. Umhverfisáhrif eru því stór þáttur en ekki það eina sem skiptir máli þegar kemur að umbúðum afurða.
  Markmið þessa verkefnis er að kanna getu þriggja mismunandi umbúða úr frauðplasti, bylgjupappa og bylgjuplasti til flutninga á heilum slægðum laxi frá fiskeldi Samherja í Öxarfirði til Þýskalands. Tilraun var framkvæmd í samstarfi við fiskeldi Samherja í Öxarfirði þar sem umbúðir voru prufaðar til að svara rannsóknarspurningu verkefnisins:
  Hvaða umbúðir henta best við flutninga á heilum slægðum ferskum fisk?
  Í tilrauninni voru hitaferlar á flutningsleiðum kortlagðir, áhrif kæli- og hitaálags á afurðarhitastig í umbúðum kannað og ísbráðnunarmæling framkvæmd svo hægt væri að reikna varmaviðnám umbúða. Ásamt því voru flutningsprófanir gerðar á öllum umbúðum þar sem fylgst var með afurðarhitastigi og burðarþol umbúða var kannað. Loks var framkvæmd kostnaðargreining fyrir umbúðirnar og SVÓT greining.
  Helstu niðurstöður verkefnisins leiddu í ljós að kælikeðja helst nokkuð vel saman í flutningsferli og rofnar einungis þegar skipt eru um flutningsmáta á leiðinni. Einangrunargildi umbúðanna reyndist misjafnt eins og við var að búast en lítill munur er á milli umbúða þegar kæling á flutningsleið er góð og lítið rof er í kælikeðju. Við SVÓT-greiningu kom í ljós að munur milli styrkleika og veikleika umbúðanna tengist helst því hvernig er að vinna með umbúðirnar, bæði í uppsetningu og afurðarpökkun. Niðurstöður verkefnisins munu auðvelda ákvörðun fiskeldis Samherja í Öxarfirði um hvaða umbúðir skuli nota út frá kostnaði og frammistöðu í flutningum.
  Lykilorð: Umbúðir, einangrunargildi, hitastig, flutningsprófanir, SVÓT-greining

 • Útdráttur er á ensku

  Throughout the last century environmental awareness has been on a rise and more people are starting to realize that the world's resources are limited. There is increasing pressure on governments and companies to make their production sustainable and to reduce production factors that harm the environment. Despite environmental impacts being a major factor, it is not the only factor that needs to be considered when it comes to the packaging design.
  This study aims to examine how effective three various types of packaging: Eps, PP and corrugated cardboard for transport of whole gutted salmon from Iceland to Germany. An experiment was carried out in collaboration with Samherji‘s aquaculture in Öxarfjörður where the different types of packaging were tested with the aim of answering this study’s research question:
  Which packaging is most suitable for transporting whole gutted fresh fish
  In the experiment, the cold chain for the transport routes were mapped out, the effect of cooling and heat load on the temperature of the product in packaging were measured as well as an ice-melting experiment to calculate the thermal resistance of the packaging. Transport tests were also carried out on all three types of packaging where the ambient and product temperature was measured. Finally, cost and SWOT analysis was carried out on the packaging.
  The results of the study showed that the cold chain holds up well throughout the transportation process and is only interrupted when the modes of transport are changed. As predicted, the insulation value was different between packaging types. However, there was little difference between packaging types when the transportation temperature was good and there were few interruptions in the cold chain. The SWOT analysis revealed that the main differences between the strengths and weaknesses of the packaging were related to how the packaging is used, both in production and when packaging. The results of this study will help Samherji in their decision on which packaging to use based on cost and performance in transport.
  Keywords: Packaging, thermal resistance, transport temperature, cold chain, SWOT.

Samþykkt: 
 • 15.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36238


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ásgeir Sigurgeirsson lokaverkefni í sjávarútvegsfræði.pdf8.58 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna