is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3624

Titill: 
 • Íslenskir torfbæir í aldanna rás: Um þýðingu á hluta bæklingsins „Þjóðveldisbærinn og þróun íslenska torfbæjarins”
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Ritgerðinni er skipt í tvo meginhluta. Seinni hlutinn er þýðingin sjálf og frumtextinn.
  Fyrri hlutinn er fræðileg úttekt á þýðingunni. Auk þessa inngangs er í fjórum köflum fjallað um frumtextann, þýðingar og ýmis vandamál sem tengjast henni. Að lokum er örstutt samantekt.
  Höfundar frumtextans eru tveir. Annar er Guðmundur Ólafsson sem fæddist árið 1948. Hann er fornleifafræðingur og hefur starfað við Þjóðminjasafn Íslands frá árinu 1978, frá 1985 sem deildarstjóri fornleifadeildar. Hann hefur skrifað greinar í íslensk og erlend fræðirit um fornleifafræði, þjóðháttafræði og safnafræði. Hinn höfundurinn er Hörður Ágústsson. Hann fæddist árið 1922 og lést 10. september 2005. Hörður var listmálari, hönnuður, kennari og fræðimaður. Hans sérsvið voru rannsóknir á húsagerðarlist og ritstörf þar að lútandi. Í byrjun annars kafla ritgerðarinnar er verkið kynnt. Þar á eftir er varpað ljósi á byggingu og stíl frumtextans og einnig á markhópinn. Þriðji kafli fjallar um þýðingar almennt og eru tvær af þýðingaraðferðum Newmarks (1988) kynntar sérstaklega. Það
  eru þýðing á grundvelli merkingar og þýðing á grundvelli tjáningar. Ég segi frá þeim
  þýðingaraðferðum sem ég valdi og rökstyð hvers vegna. Lögð er áhersla á atriði sem snúa að þýðingu nytjatexta. Í fjórða kafla er rætt um ýmis vandamál sem upp komu. Flest varða þau fagorð. Einnig er fjallað um ýmiss konar erfiðleika sem komu upp í þýðingarferlinu. Í fimmta kafla er efnið dregið saman og að lokum fylgir frumtextinn
  og þýðingin sjálf.
  Í ágripinu hér að framan var meginmarkmiði ritgerðarinnar lýst. Til nánari skýringar má segja að það sé af tvennum toga. Annars vegar að koma boðskap frumtextans til skila á eins nákvæman hátt og kostur er, hins vegar að taka tillit til lesendans og móta eðlilegan og skýran texta á viðtökumálinu. Almenn vandamál sem einkenna þýðingar úr íslensku yfir á þýsku tengjast málfræðilegum þáttum af ýmsum toga. Erfiðast er þó að koma til skila því efni frumtextans sem er bundið íslenskum menningarheimi og vísana til hans enda er efnið í mörgum atriðum framandi fyrir
  væntanlega lesendur þýðingartextans.

Samþykkt: 
 • 22.9.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/3624


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
pdC_fixed.pdf1.05 MBLokaðurHeildartextiPDF