is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36240

Titill: 
 • Örvun blæðingar fiska með notkun hljóðbylgja
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Ein helsta atvinnugrein Íslendinga er matvælaframleiðsla, og þar vegur sjávarútvegur og fiskvinnsla þyngst. Í matvælaframleiðslu gildir grundvallarlögmálið að gæði hráefnisins, sem unnið er úr hverju sinni, endurspegli gæði afurðanna. Lykilþáttur í því að hægt sé að fá besta mögulega hráefni úr fisknum er að rétt sé staðið að blóðgun og blæðingu aflans um borð, það hefur hins vegar verið vandamál í mörgum fiskiskipum.
  Markmið verkefnisins var að kanna hvort hægt væri að beita hljóðbylgjum til að láta fiskinum blæða betur þegar hann færi í gegnum hefðbundið ofurkælingarferli um borð í ferskfisktogara. Svo hægt væri að ná tilsettu markmiði var framkvæmd tilraun þar sem áhrif hljóðbylgja á blæðingartíma var rannsakaður. Í tilrauninni var notast við tvo tilraunahópa, tilraunahópur A og tilraunahópur B. Tilraunahópur A fór í hljóðbylgjuker áður en hann fór hefðbundna leið í gegnum Rótex tankana um borð á vinnsludekki ferskfisktogarans Málmey SK1, á meðan tilraunahópur B fór hefðbundna leið í gegnum Rótex tankana. Báðir tilraunahóparnir voru blóðgaðir og slægðir á sama hátt. Þegar fiskurinn hafði lokið við ferlið um borð var honum komið fyrir í lest skipsins. Aflanum var síðan landað og hann metinn í frystihúsi FISK Seafood á Sauðárkróki, þar sem teknar voru mælingar með Minolta litmæli ásamt ferskleika- og gæðamati.
  Niðurstöður verkefnisins sýndu engan marktækan mun á lit flaka hvort sem þau fóru í hljóðbylgjukerið eða fóru í hefðbundinn blæðingarsnigill fyrir Rótex tankanna.
  Lykilorð: Hljóðbylgjur, blæðing, fiskur, ferskleiki og litur.

 • Útdráttur er á ensku

  Fishing is one of the oldest food production in Iceland and a main income industry for Iceland.
  For food production its vital that the quality of the food is also reflected in the quality of the
  raw material. One of the key factors in producing high quality raw material from fish is the
  correct way of bleeding. In recent years there has been considerable technological
  development of processing in fresh fish trawlers, but sufficiently bleeding of fish has, though,
  been problematic on many fishing vessels.
  The main goal of this project was to study whether ultrasonic soundwaves could stimulate
  better bleeding of fish before it goes through standard super chilling on-board a fresh fish
  trawler.
  To accomplish this an experiment was conducted on-board the trawler Málmey SK1.
  Experimental group A was put into an ultrasonic container for bleeding before it went through
  the standard schilling process through the Rotex tanks. Group B went only through the Rotex
  tanks. Both groups were throat cut and gutted in the same way. After chilling the fish was
  stored in the hold. The fish was landed at FISK Seafood´s factory and where it‘s quality and
  freshness was evaluated. Fillets colour was also measured with a Minolta gauge.
  The results showed no difference between the group that went through the ultrasonic
  bleeding container and the group that was traditionally bled.

Samþykkt: 
 • 15.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36240


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
GUNNHILDUR DÍS.pdf1.08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna