Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/36244
Viðfangsefni þessarar ritgerðar er að skoða möguleika á uppsetningu seiðaeldisstöðvar á Skagaströnd. Á Skagaströnd er gömul rækju- og fiskvinnsla sem staðið hefur auð frá 2007. Skoðað er hvort hægt sé að nýta húsnæðið undir seiðaeldi á laxseiðum. Farið er yfir framleiðsluferlið og greint er frá helstu umhverfisþáttum sem hafa áhrif á vöxt seiðanna. Þar sem vatnsinntak í húsið er lítið og heitt vatn takmarkað á Skagaströnd eru möguleikar til endurnýtingar á vatni skoðaðir.
Helstu niðurstöður eru þær að vel er hægt að setja upp seiðaeldi í fyrirhuguðu húsnæði. Þá þarf annað hvort að skipta um vatnsinntak og setja upp einfalda endurnýtingu eða fjárfesta í þaulnýtingarkerfi ef framleiða á verulegt magn seiða.
Lykilorð: Fiskeldi, seiðaeldi, Skagaströnd, endurnýtingarkerfi.
The subject of this paper is to examine Skagaströnd as a possible landing spot for a smolt production. In Skagaströnd there is an old shrimp a fish processing facility that has been abandoned since 2007. It is considered whether the housing is suitable for production of salmon smolts. The production process is reviewed and the main environmental factors that can influence the growth of the smolts are reported. Because the water intake of the house is low and hot water is limited in Skagaströnd a using of recirculating aquaculture systems (RAS) is examined.
The main conclusions are that it is possible to set up a smolt production in the proposed housing. To produce a significant amount of smolts it is necessary to change the water intake and set up a simple water recycle system or invest in a recirculating aquaculture system (RAS).
Key words: Aquaculture, smolt production, Skagaströnd, recirculating aquaculture systems (RAS).