Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36245
Í þessu verkefni er fjallað um möguleikann á því að flytja fersk fiskflök og hnakka út í margnota plastkössum, en það hefur ekki verið gert hingað til. Kassa þessa væri hægt að senda aftur til framleiðanda, þrífa og nota á ný.
Í verkefninu er gerð markaðsrannsókn meðal framleiðenda ferskra fiskafurða á Íslandi og notanda erlendis. Athugað verður hvort framleiðendur og notendur umbúða sjái hagkvæmni í því að taka á móti færri, og stærri umbúðum sem væru margnota. Framkvæmd er SVÓT-greining upp úr viðtölum við framleiðendur hérlendis og sölumann íslensks framleiðanda erlendis.
Helstu niðurstöður leiddu í ljós að við notkun á nýjum margnota kössum fæst mögulegur efnahags- og umhverfislegur ávinningur. Einnig fælist ávinningur í styrk kassans og stöflunarhæð. Veikleikar felast helst í kostnaði og flækjustigi við flutninga, geymslu og utanumhaldi.
Tækifæri felast í mögulegu markaðsforskoti sökum umhverfislegs ávinnings, bönnun frauðplasts, ímyndarauka og beinum útflutning í umpökkunarstöðvar. Jafnvel væri hægt að fylla ónýtt rúmmál gáma sem fullir eru af tómum kerjum, með slíkum kössum, og minnka þannig sótspor flutningana. Helstu ógnanir eru möguleg breyting á eftirspurn eftir ferskfiskafurðum, og viðhorf kaupenda gagnvart umbúðabreytingum. Niðurstöður sýndu að notkun kassanna væri kjörin á markaði þar sem fyrir er; mikil umhverfisvitund, góð siglingaleið og iTub skilastöð.
Verkefnið er unnið í samvinnu við Matís, Sæplast og Leo Seafood.
This study focuses on the possibility of exporting fresh fish fillets and loins with reusable plastic containers, which has not been done so far. These boxes could be sent back to the fish producer, cleaned and reused.
The study carries out a market research amongst producers of fresh fish products in Iceland and a French salesman abroad. It examines whether fish producers and packaging users see the benefits of receiving fewer, and larger, reusable containers. A SWOT analysis is conducted from interviews with producers in Iceland and a salesman from an Icelandic producer abroad.
The main findings revealed that the use of new reusable containers can provide potential economic and environmental benefits. The strength of the box can also benefit stacking height during transport and result in fewer damaged packaging. Weaknesses are mainly the cost and complexity of the logistics chain, cleaning, storage and maintenance.
Opportunities include a potential market advantage due to environmental benefits, restrictions on Polystyrene usage, brand enhancement and direct export to packaging stations in Europe. The unused, empty space of larger rental-tubs on their way back to Iceland could be filled with the reusable containers, thus reducing the logistic carbon footprint. The main threats are the potential change in demand for fresh fish products, and buyers’ and users’ attitude towards changes of packaging. Results showed that usage of the boxes is ideal in markets that contain; high environmental awareness, good logistics and an iTub depot.
The study is done in collaboration with Matís, Sæplast and Leo Seafood.
Keywords: Packaging, plastic containers, fresh fish, market analysis, SWOT
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Margnota plastkassar fyrir ferskar fiskafurðir - Markaðsgreining JHA.pdf | 1.41 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |