Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36250
Jafnlaunavottun var lögfest árið 2017. Við það myndaðist skylda á öll fyrirtæki með yfir 25 starfsmenn að innleiða jafnlaunakerfi og öðlast vottun skv. ÍST 85 staðlinum. Nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar með því að taka viðtöl við stjórnendur fyrirtækja og þá aðallega út frá því hvernig innleiðingarferlið hefur gengið. Minna hefur verið rannsakað varðandi áhrifin á starfsfólk og árangurinn af jafnlaunavottuninni.
Rannsóknin fól í sér að leggja spurningalista fyrir starfsfólk fyrirtækja sem öðlast hafa jafnlaunavottun. Gengið var út frá því að svara rannsóknarspurningunni: Hefur vottunin jákvæð eða neikvæð áhrif á starfsánægju og viðhorf starfsfólks til fyrirtækisins? Einnig voru lagðar fram tvær undirspurningar: Hefur innleiðingin haft í för með sér breytingar á kjörum starfsmanna? Hefur innleiðing jafnlaunavottunar áhrif á það hversu stolt starfsfólk er af því að vinna hjá fyrirtækinu?
Niðurstöður voru á þá leið að heilt yfir telur starfsfólk innleiðingu jafnlaunakerfis og vottun hafa meiri áhrif á stolt heldur en á starfsánægju. Þrátt fyrir að flestir séu hlutlausir varðandi áhrif á starfsánægju, er áhugavert að fleiri telja að innleiðingin hafi neikvæð áhrif á starfsánægju heldur en jákvæð áhrif. Innleiðing hafði í för með sér kjarabreytingu hjá mjög litlum hluta af starfsfólkinu og athyglisvert var að sjá að af þeim sem hlutu kjarabreytingu voru karlmenn fleiri heldur en konur.
Lykilorð eru: Jafnlaunavottun, kynbundinn launamunur, starfsánægja, jafnrétti og kjarabreyting.
Equal pay certification entered into force in 2017 and with it, all companies with more than 25 employees were required to implement a certified equal pay system according to the ÍST 85 standard. Several studies have been made that focus on the implementation, where interviews have been conducted with managers and senior administration. The effect on employees and the actual benefits of the equal pay certification have not been researched as extensively.
This study included a survey for employees of companies that have implemented a certified equal pay system. The main reasearch question is whether the certification has positive or negative effects on job satisfaction and pride. To narrow the focus of the study, the following subquestions were posed: Has the implementation affected salary? Has the implementation affected company pride?
The main conclusions of this study indicate that on the whole the implementation of a certified equal pay system affects company pride more than overall job satisfaction. While most of the respondents believed the effect on job satisfaction to be neutral, there were more negative responses than positive. The implementation did not substantially affect the salary of employees, but interestingly, the majority of respondents that indicated a difference were male.
Keywords: Equal pay certification, gender wage gap, job satisfaction, equality, wage improvement.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Laufey Kristinsdóttir.pdf | 1.42 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |