is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36255

Titill: 
  • Áhrifaþættir á vöxt og vaxtarhraða í bleikjueldi : umhverfisskilyrði í Fiskeldinu Haukamýri og hugsanlegar úrbætur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Íslendingar eru stærstu framleiðendur á bleikju í heiminum. Til að tryggja góða framleiðslu er mikilvægt að hún eigi sér stað við bestu aðstæður sem leiða til góðs vaxtar, heilbrigðs fisks, aukinnar framleiðslu og meiri tekna. Vatnsgæði eru mikilvægur umhverfisþáttur sem hefur mikil áhrif á vaxtarhraða bleikju í landeldi. Með versnandi vatnsgæðum dregur úr vaxtarhraða og framleiðslutími að sláturstærð lengist. Gott og heilnæmt eldisumhverfi leiðir til aukins vaxtarhraða og styttri eldistíma. Því er mikilvægt að hafa eftirlit með vatnsgæðum og reyna að viðhalda þeim. Í gegnumstreymiskerfum með endurnotkun vatns eða þaulnýtingu er vatn notað nokkrum sinnum, innan sama eldisrýmis eða í annað eldisrými. Hlutfall nýs vatns inn í kerfið verður því lægra. Þrátt fyrir meðhöndlun vatns milli þrepa má búast við að vatnsgæði fari minnkandi. Það er einkum vegna fastra og uppleystra úrgangsefna sem safnast upp. Með tromlusíu eða öðrum hreinsiaðferðum er hægt að ná föstum ögnum (svifögnum eða botnlægum) sem falla til á fyrri þrepum, og hafa slæm áhrif á vatnsgæðin, út úr vatninu. Uppleyst úrgangsefni, svo sem CO2 eða köfnunarefnissambönd (NH3-NH4+), má ná út með öðrum aðferðum.
    Markmið verkefnisins var að kanna hvaða umhverfisþættir hafa áhrif á vöxt og vaxtarhraða bleikju og hvaða gildum þarf að fylgja samkvæmt fræðunum til að hámarka hann. Sýnataka var gerð í Fiskeldinu Haukamýri við Húsavík þar sem vatnsgæði voru rannsökuð í öllu eldisferlinu. Mat er lagt á hugsanleg áhrif þeirra og hvort einhverju þurfi að breyta í framleiðslustýringunni.

  • Útdráttur er á ensku

    Iceland has the largest production of Arctic Charr worldwide. The production must take place in optimal environmental conditions to ensure a healthy fish with high growth rate, large production and high revenue. Water quality is an important environmental factor influencing the growth rate of Arctic Charr in land-based farming. Poor water quality decreases the growth rate leading to longer production time. It is therefore important to monitor and maintain water quality. In flow-through systems with reuse, the water is used several times within or between systems which leads to a lower proportion of fresh water. Despite treatment of water between stages, you can expect decreasing water quality caused partially by increasing amounts of suspended solids in the water as it flows from one raceway to the next. Drum filters or other cleaning methods can be used to filter the solids from the water in order to improve the water quality while carbon dioxide, nitrogen compounds and dissolved waste can be removed using other methods.
    The objective of this project was to figure out which environmental factors affect the growth and growth rate of Arctic Charr based on thresholds and requirements. Sampling took place at Fiskeldið Haukamýri, a land-based aquaculture near Húsavík, where the water quality was researched in the entire rearing system and evaluted to suggest possible changes to improve the production management.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 30.04.2025.
Samþykkt: 
  • 15.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36255


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Telma Rós Hallsdóttir- lokaverkefni-klárt til skila.pdf3.19 MBLokaður til...30.04.2025HeildartextiPDF