is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36258

Titill: 
  • Hvað hefur áhrif á netverslun á Íslandi?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að kanna hvaða áhrif tilkoma þessarar nýju tegund verslunar hefur og mun hafa á neytendamarkað. Þá verður viðhorf Íslendinga til netverslunar kannað, hvað þeim finnst skipta máli þegar kemur að netverslun og hver sýn þeirra á framtíð netverslana sé. Rýnt verður í þá þróun sem hefur átt sér stað hingað til bæði innanlands og erlendis. Ýmsar kenningar um mögulega þróun sem gæti átt sér stað í framtíðinni verða einnig skoðaðar.
    Eigindlegum rannsóknaraðferðum var beitt í formi viðtala og könnunar. Tekin voru viðtöl við forsvarsmenn margra af stærstu fyrirtækjum landsins, þar sem viðmælendur höfðu sumir langa reynslu af netverslun en aðrir að stíga sín fyrstu skref á þeim markaði.
    Helstu niðurstöður voru þær að stjórnendur fyrirtækja landsins skilja vel þarfir markaðarins að mestu leyti en það er þó margt sem er ábótavant. Einnig hafa miklar tækniframfarir hafa átt sér stað í heimi netverslunar á undanförnum árum aðallega í formi nýrra reiknirita (algorítma) og vélmenna (bots) sem sjá um að þjónusta neytendur í netspjalli. Kostnaður við að stíga sín fyrstu skref á markaðnum er mikill en það er eitthvað sem fyrirtæki verða oft að gera því markaðurinn er að þróast í þá átt, annars geta þau verið í hættu á að missa af lestinni og á endanum fjara út. Ein helsta ástæða þess hve kostnaðarsamt það er að taka þessi fyrstu skref er vegna þess hversu erfitt það er fyrir íslensk fyrirtæki að fá viðskiptavini til að beina sínum viðskiptum að innlendum netverslunum í stað erlendra. Erlendar netverslanir eru í þeirri stöðu að geta boðið upp á lægra verð en þær íslensku vegna umtalsvert meiri markaðsumsvifa. Jafnframt standa íslenskar netverslanir frammi fyrir þeirri áskorun að fjölmargir íslendingar kjósa að fá vöruna senda heim að dyrum sem getur reynst mjög kostnaðarsamt fyrir rekstraraðila á Íslandi þar sem hár flutningskostnaður, vörugjöld og tollar einkenna rekstrarumhverfi íslenskra netverslana.

Samþykkt: 
  • 15.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36258


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif netverslana á Íslandi - Brynjar og Diljá.pdf1.03 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna