Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/36262
Á Íslandi ríkir mikil húseigendastefna en töluverðar umræður hafa verið um síversnandi aðstæður tekjulágra einstaklinga á leigu- og húsnæðismarkaðnum. Þrátt fyrir eitt lengsta hagvaxtartímabil sögunnar, frá efnahagshruninu mikla árið 2008, eru erfiðleikar til fjárfestinga á húsnæðismarkaði enn til staðar hjá lágtekjufólki og yngri kynslóðum Íslendinga. Sumir eru e.t.v. fastir í klóm leigumarkaðarins.
Í kjölfar þessa vakna ýmsar spurningar sem áhugavert er að reyna að leita svara við og rýna í ástæður sem liggja að baki ástandinu. Markmið þessarar ritgerðar er að greina umræðurnar og hugsanlegar ástæður ástandsins ásamt því að varpa ljósi á þróun markaðarins síðustu ár, hvaða úrræði standa til boða og hvaða úrræði gætu hjálpað til við að leysa vandann. Skoðað verður hvað hreyfir við markaðnum og hvaða breytur liggja þar að baki.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Ragnar Elí Guðmundsson.pdf | 1,1 MB | Open | Complete Text | View/Open |