Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36263
Á síðustu árum hefur áhugi á ofmenntun sem viðfangsefni og mögulegu samfélagslegu og hagrænu vandamáli kviknað meðal hagfræðinga. Á Íslandi er hærra hlutfall ungs fólks í háskóla en í nokkru öðru ríki og því má telja líklegt að hér sé ofmenntun á vinnumarkaði. Lítið hefur þó verið um rannsóknir á áhrifum ofmenntunar og hvort hún teljist vera meiri hér á Íslandi en í öðrum ríkjum. Erfitt er að finna gögn um alþjóðlegan samanburð.
Rannsóknir sýna að Ísland stendur sig tiltölulega vel þegar kemur að ofmenntun er upp er staðið. Ofmenntun á Íslandi er mjög lág en fer vaxandi. Ofmenntun á Íslandi stafar að mestu leyti af misræmi á vinnumarkaði. Er litið er á áhrif ofmenntunar á Íslandi eru þau hverfandi lág fyrir Íslendinga sem einstaklinga, en hærri fyrir íslenska hagkerfið í heild. Lítið misvægi er á menntun Íslendinga og þörf hagkerfisins fyrir menntun. Menntakerfið á Íslandi stendur sig vel í að halda ofmenntun í skefjum miðað við önnur lönd, og er vel í stakk búið til að takast á við ofmenntun í framtíðinni
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BSc hagfræðiritgerð - Bjarki Ólafur Hugason.pdf | 765,21 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |