is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36266

Titill: 
  • Kaupa Íslendingar lífrænar matvörur fram yfir hefðbundnar matvörur?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Lífrænar matvörur eru að verða sífellt meira áberandi í matvöruverslunum og á veitingastöðum á Íslandi. Neytendur virðast vera meira og meira meðvitaðir um ágæti þeirra og sýna þeim aukinn áhuga. Talið er að neysla lífrænna matavara hafi jákvæð áhrif á heilsuna og að ræktun þeirra sé betri fyrir umhverfið.
    Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort Íslendingum þyki mikilvægt að matvörur þeirra séu lífrænar og skoða þær niðurstöður með tilliti til aldurs, tekna, kyns og menntunar. Auk þess að kanna áhrif þátta líkt og verðs, umhverfisjónarmiða og viðhorfi til framboðs á lífrænum matvörum. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að verð skipti neytendur mestu máli þegar þeir versla matvörur, og það að varan væri vottuð lífræn þótti síst mikilvægt.
    Viðhorf til framboðs á lífrænum matvörum hafði ekki áhrif á hvort svarendur versluðu lífrænar matvörur fram yfir hefðbundnar matavörur, en þeir sem versla mest lífrænar matvörur þykir framboðið lélegt. Mest afgerandi niðurstöður rannsóknarinnar var áberandi munur milli umhverfissinnaðra neytenda og þeirra sem síður eru umhverfissinnaðir, en þeir umhverfissinnaðri velja lífrænar matvörur fram yfir hefðbundnar í mun meiri mæli.

Samþykkt: 
  • 15.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36266


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kaupa Íslendingar lífrænar matvörur fram yfir hefðbundnar matvörur Elin_Saga.pdf1.07 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna