en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/36268

Title: 
 • Title is in Icelandic Viðbrögð og ráðleggingar til ungs íþróttafólks í kjölfar heilahristings
 • Responses and recommendations given to young athletes after sport-related concussion
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Inngangur: Íþróttatengdur heilahristingur er algengur meðal ungs íþróttafólks. Einkenni heilahristings ná yfir mörg svið líkamsstarfseminnar og geta verið breytileg milli einstaklinga. Oft ganga einkenni til baka á skömmum tíma en þau geta einnig staðið yfir í marga mánuði. Ef grunur leikur á að íþróttafólk hafi hlotið heilahristing á viðkomandi að hætta strax allri íþróttaiðkun og fara sem fyrst í skoðun til heilbrigðisstarfsfólks. Mikilvægt er að hvíla fyrstu 24-48 klukkustundirnar í kjölfar áverka og endurkoma á æfingar sé í samræmi við gefnar leiðbeiningar.
  Markmið: Skoða viðbrögð og leiðbeiningar sem íþróttafólk á aldrinum 13-17 ára fær í kjölfar heilahristings. Rannsóknin nær yfir ungt íþróttafólk í knattspyrnu, handknattleik og körfuknattleik.
  Efni og aðferðir: Þátttakendur voru ungt íþróttafólk sem hlotið hafði heilahristing og æfði eitthverja ofangreindra íþrótta. Þátttakendur í sameiningu með forráðamanni svöruðu spurningalista sem náði yfir ýmsa þætti tengda heilahristingi, viðbrögðum, skoðun og ráðleggingum um endurkomu á æfingar. Svör 56 þátttakenda voru tekin með við úrvinnslu gagna. Fleiri tóku þátt í rannsókninni, en fylgdu ekki fyrirmælum og því var ekki hægt að nýta svör þeirra.
  Niðurstöður: Alls 50% þátttakenda hættu strax íþróttaiðkun í kjölfar heilahristings og 32% til viðbótar hættu áður en æfingu eða leik lauk. Í heild fóru 74% þátttakenda í skoðun og/eða meðferð á vegum heilbrigðisstarfsfólks í kjölfar heilahristings. Breytilegt var hvort íþróttafólkið fékk skoðun hjá heilbrigðisstarfsfólki eða öðrum á meðan æfingu eða leik stóð (63%) eða eftir að æfingu eða leik lauk (82%). Algengara var að skoðun væri framkvæmd af heilbrigðisstarfsfólki eftir að æfingu eða leik lauk. Aðeins 39% þátttakenda þekktu leiðbeiningar um endurkomu á æfingar í kjölfar heilahristings. Lítill hluti þjálfara, foreldra og heilbrigðisstarfsfólks benti íþróttafólkinu á leiðbeiningarnar.
  Ályktun: Mikið traust er borið til þjálfara varðandi rétt fyrstu viðbrögð í kjölfar heilahristings og endurkomu íþróttafólks aftur á æfingar í kjölfar hans. Það virðist skorta á þekkingu þjálfara, foreldra, íþróttaiðkenda og heilbrigðisstarfsfólks þegar kemur að báðum þáttum. Aukin fræðsla til allra aðila sem koma að íþróttastarfi ungmenna myndi bæta þekkingu á þessum þáttum og þannig minnka líkur á verri einkennum og lengri batatíma hjá ungu íþróttafólki í kjölfar heilahristing.

Accepted: 
 • Jun 15, 2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36268


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Heilahristingur ungs íþróttafólks.pdf2.26 MBOpenComplete TextPDFView/Open
yfirlýsing lokaverkefni.jpg561.31 kBLockedDeclaration of AccessJPG