is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3627

Titill: 
 • Leitum ekki langt yfir skammt : umhverfismennt og grenndarkennsla
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Verkefnið Leitum ekki langt yfir skammt er unnið sem lokaverkefni til B.Ed.-prófs við kennaradeild Háskólans á Akureyri vorið 2009. Verkefnið er um grenndarkennslu og umhverfismennt en leitast við að sýna fram á mikilvægi þess að þroska umhverfisvitund nemenda og að þeir fræðist á markvissan hátt um eigið byggðarlag.
  Verkefnið skiptist í tvo hluta. Í fræðilegum hluta er rætt um kenningar fræðimannanna John Dewey, Jean Piaget og Howard Gardner varðandi nám og þroska barna. Þeir höfðu allir þá skoðun að leggja bæri áherslu á virka þátttöku barna í eigin námi og að fyrri reynsla þeirra væri mikilvægur grunnur í náminu. Einnig er fjallað um umhverfismennt og siðfræði í náttúrunni en umhverfismennt sem námsgrein hefur þróast í heiminum með aukinni þekkingu manna í vistfræði og umhverfismálum. Útiskóla og útikennslu eru einnig gerð skil og sagt frá reynslu af slíkum verkefnum bæði hér á landi og erlendis. Hugmyndir Joseph Cornell um nám og leiki úti í náttúrunni koma einnig fram en hann telur það þjálfa bæði náttúrskynjun og upplifun barna.
  Síðari hlutinn er um grenndarkennslu, með áherslu á heimabyggð höfundar, Langanes. Fjallað er um nauðsyn þess að þekkja rætur sínar og sögu en það er hluti af sjálfsmynd hvers manns. Sagt er frá helstu landnámsmönnum og rakin er í stórum dráttum saga byggðar og búenda á Langanesi fyrr á tímum. Þar koma einnig fram upplýsingar um helstu breytingar sem hafa orðið í tímans rás og hver framtíðarsýnin er. Að lokum eru settar eru fram hugmyndir að verkefnum sem hægt er að vinna í tengslum við nánasta umhverfið.
  Abstract: The project Leitum ekki langt yfir skammt (Eng. Don't go far to search for something that's near) is written as a final dissertation for a B.Ed.-degree at the University of Akureyri’s Department of Education in spring 2009. The project is about grenndarkennsla, i.e. where students learn about their immediate environment, and environmental education, and the importance of developing the environmental awareness of the students and that they learn systematically about their own home town.
  The project is divided into two parts. In the theoretical part the theories of the scholars John Dewey, Jean Piaget and Howard Gardner about education and the development of children is discussed. All of them had the opinion that it was important to emphasise the students' active participation in their own education and that their past experiences were an important basis in their education. Environmental education is also discussed as well as ethics in nature since environmental education as a school subject has evolved with people's increased knowledge of ecology and environmental issues. Útiskóli, i.e. a school that is totally taught outside, and útikennsla, i.e. teaching whole subjects outside, are explained and the experience of such projects, both in Iceland and abroad, are recounted. The ideas of Joseph Cornell about education and games out in the nature are recounted but he believes that that can help in training nature perception and children’s experience.
  The second part is about grenndarkennsla, with emphasis on the author's home area, Langanes. The necessity of knowing one’s roots and history, which is a part of everyone’s self image is discussed. Stories of major settlers are retold and main parts of the history of inhabitants and the settlement of Langanes in the early days are recounted. There the major changes that have affected the area through time and how the future is seen by the community. Finally there are also ideas of projects that can be done in connection with the immediate environment.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
 • 23.9.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/3627


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
grenndarkennsla_fixed.pdf780.96 kBLokaðurLeitum ekki langt yfir skammt; umhverfismennt og grenndarkennsla.PDF