is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36270

Titill: 
  • Réttmæti íslenskrar þýðingar á MÞÁK og ABQ mælitækjum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ofþjálfun er hugtak sem hægt er að flokka í nokkur misalvarleg stig. Alvarlegustu stigin geta valdið einstaklingnum langvarandi tjóni og jafnvel heilsubresti. Einkenni ofþjálfunar geta verið mjög mismunandi milli einstaklinga og því erfitt að greina alvarleg stig ofþjálfunar, en slíkt er mikilvægur þáttur í meðferð og forvörnum. Talið er að sjálfsmats spurningalistar séu besta hlutlæga greiningartækið til að meta hættuna á ofþjálfun hjá íþróttamönnum. Búið er að þýða tvo slíka spurningalista á íslensku og áreiðanleikameta þá í íslensku þýði. Annars vegar margþátta þjálfunarálagskvarðann (MÞÁK) sem metur hættuna á ofþjálfun við aukið þjálfunarálag og hins vegar spurningalista sem metur alvarleg einkenni kulnunar (ABQ). Markmið þessarar rannsóknar var að meta réttmæti þessara spurningalista í íslensku úrtaki. Listarnir voru lagðir fyrir eitt handboltalið í efstu deild yfir 12 vikna tímabil. Alls voru 11 leikmenn sem tóku þátt í rannsókninni. ABQ var lagður fyrir í upphafi rannsóknar og aftur í lokin. MÞÁK var lagður fyrir vikulega allt rannsóknartímabilið. Að lokum var staðlað einstaklingsviðtal tekið við þátttakendur til að leitast eftir því hvort leikmenn hafi fundist þeir finna fyrir einkennum ofþjálfunar. Marktæk fylgni var á milli heildarskors á MÞÁK og heildarskors á ABQ í lok rannsóknartímans (r=0,81- 0,98; p<0,03). Góð samsvörun var á milli æfinga- og leikjaálags og heildarskors á MÞÁK fyrir marga af leikmönnunum þrátt fyrir að fylgnin hafi ekki verið marktæk (r=0,42; p=0,34). Það skýrist aðallega af fáum þátttakendum og tiltölulega jöfnu álagi yfir rannsóknartímabilið. Þessar niðurstöður benda til þess að MÞÁK sé næmur fyrir álagi. Þátttakendum fannst ekki íþyngjandi að svara MÞÁK vikulega og höfðu jákvæða upplifun af notkun hans. Niðurstöður þessarar rannsóknar ganga ekki gegn réttmæti listanna meðal íþróttamanna í bolta hópíþróttum. Leggja þyrfti listana fyrir íþróttamenn í fleiri íþróttagreinum og þar með talið einstaklingsíþróttum til að meta enn betur réttmæti þeirra.

  • Útdráttur er á ensku

    Overtraining is a term that can be categorized into several different stages. The most serious stages can cause a person long-term damage and even health problems. Symptoms of overtraining can vary greatly between individuals and therefore difficult to diagnose, but that is an important factor in treatment and prevention. Self-assessment questionnaires are considered to be the best objective tool for assessing the risk of overtraining for athletes. Two questionnaires have been translated into Icelandic and their reliability have been measured in Icelandic population. On the one hand, the Multi-component Training Distress Scale (MTDS) that assess the risk of overtraining with increased training load and on the other hand the Athlete Burnout questionnaire (ABQ) which assess the severe symptoms of burnout. The aim of this research was to assess the validity of these questionnaire in an Icelandic sample. The lists were submitted for one handball team in the top division over a 12-week period. A total of 11 players participated in the study. ABQ was submitted at the beginning of the research and again at the end. MTDS was submitted weekly for the entire research period. Finally, a standardized individual interview was conducted with participants to identify whether players felt they were experiencing symptoms of overtraining. There was a significant correlation between total MTDS score and ABQ total score at the end of the research (r=0.81-0.98, p<0.03). There was a good match between the training and game load and the total score on MTDS for many of the players, although the correlation was not significant (r=0.42; p=0.34). This is mainly explained by a small number of participants and a relatively equal load over the research period. These results indicate that MTDS is sensitive for training load. Participants did not find it burdensome to answer MTDS weekly and had a positive experience of its use. The result of this study did not dispute the validity of the lists among athletes in a ball team sports. The lists would need to be tested on athletes in other sports, including individual sports, to better assess their validity.

Samþykkt: 
  • 16.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36270


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing.pdf49.43 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Réttmæti MÞÁK og ABQ.pdf537.72 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna