is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3628

Titill: 
 • Börn og áföll : áföll og sorg barna í leikskóla og yngstu bekkjum grunnskóla
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Áföll og sorg gera í fæstum tilfellum boð á undan sér, því er mikilvægt að kennarar og fleiri sem vinna með börnum séu ávalt búnir undir það að grípa til aðgerða og þær aðgerðir séu markvissar og fumlausar.
  Misjafnt er hvernig áfall er skilgreint, einnig er misjafnt hvað fólk telur vera áfall eða hvernig fólk bregst við slíku. Sá sem verður fyrir áfalli getur átt það á hættu að fá áfallaröskun. Einkenni áfallaröskunar eru m.a. öryggisleysi, vanmáttur, höfuðverkur, ógleði og þreyta.
  Sorg er tilfinnig sem bærist innra með öllum einstaklingum. Tilfinningu þessa getur fólk hugsanlega aldrei losað sig við en þess í stað má læra að lifa með henni. Sorgin brýst út á mismunandi tíma, með ólíkum leiðum og stendur yfir í mis langan tíma. Mismunandi aðstæður einstaklinga geta haft áhrif á framgang sorgar og áfalla, heimilisaðstæður, ástæður sorgar/áfalls og menningarmunur geta skipt sköpum um afleiðingarnar. Skilningur barna á sorg og dauða fer eftir aldri þeirra og þroska, mjög ung börn geta syrgt, en sorg þeirra finnur sér annan farveg en sorg þeirra sem eldri eru, þar sem skilningur þeirra á sorg og dauða er annar.
  Sorg og áföll koma inn í skóla, leik- og grunnskóla, kennarar eiga að vera búnir undir að taka á móti nemendum sem syrgja eða hafa orðið fyrir áfalli. Til þess að geta veitt þessum börnum sem besta aðstoð er heillavænlegt að hafa virkt áfallaráð, þar sem sérfróðir einstaklingar innan skólans sjá um að veita þá aðstoð er þarf, bæði til nemenda og annars starfsfólks.
  Stóráföll geta einnig orðið í skólaumhverfinu, náttúruhamfarir og hryðjuverk eru dæmi um slíkt. Afleiðingar þeirra geta orðið miklar fyrir stóran hóp fólks. Við þessum áföllum verður að bregðast líkt og við öðrum áföllum.
  Því er mikilvægt að allir kennarar séu meðvitaðir um sorg og áföll, og séu tilbúnir til að vinna úr þeim með nemendum sínum, þar sem afleiðingar rangra eða engra viðbragða þeirra geta verið afdrifaríkar fyrir nemandann.

Samþykkt: 
 • 23.9.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/3628


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð yfirfarin af Dísu.pdf409.45 kBOpinnBörn og áföll Áföll og sorg barna í leikskóla og yngstu bekkjum grunnskóla - heildPDFSkoða/Opna