is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36287

Titill: 
  • Ungt fólk og fasteignasparnaður : fjármálalæsi og aðrir þættir sem hafa áhrif á val fólks til fasteignasparnaðar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Vextir eru í sögulegu lágmarki og dregist hefur úr framboði innlánsreikninga ætluðum til fasteignasparnaðar hjá íslenskum viðskiptabönkum eftir breytingar Seðlabankans á reglum verðtryggðra innlána. Sparnaðarreikningar bera því lága vexti sem er ekki hvati til sparnaðar. Það hefur oft heyrst í umræðunni að það sé erfitt fyrir unga einstaklinga að kaupa fyrstu fasteign. En eru þeir með raunhæf sparnaðarmarkmið? Ríkisstjórnin hefur gefið út tillögur af fleiri og breyttum úrræðum fyrir fyrstu kaupendur. Fjármálalæsi Íslendinga hefur tekið framförum en niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að fjármálalæsi einstaklinga á aldrinum 19 til 29 ára er ábótavant. Miðað við niðurstöður Könnunar 1 þessarar rannsóknar voru vextir sá þáttur sem skipti einstaklinga mestu máli þegar þeir hugleiða fasteignasparnað og áhætta sá þáttur sem skiptir þá minnstu máli. Ályktun höfunda var því að sjóðir væru vinsæl sparnaðarleið þar sem margir þeirra bera hærri vexti heldur en sparnaðarreikningar. Í niðurstöðum Könnunar 2 þessarar rannsóknar kom þó í ljós að flestir velja að greiða inn á sparnaðarreikning sem ber hæstu vexti á markaði sem eru þó lægri en í sjóðum.

Samþykkt: 
  • 16.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36287


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Sc.ritgerð.pdf4.63 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna