is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36291

Titill: 
 • Persónuleiki og samfélagsmiðlar : áhrif persónuleika á nethegðun unglinga og hverju þeir deila á samfélagsmiðlum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Netnotkun ungs fólks hefur margfaldast síðustu áratugi og fara samskipti unglinga meira og minna fram í gegnum samfélagsmiðla. Samkvæmt MenntaMiðju (2014) eru samfélagsmiðlar tæki til þess að leita upplýsinga eða dreifa þeim og oft fylgir neikvæð hegðun eins og einelti með sem hefur alvarlegar afleiðingar í för með sér. Á síðustu árum hafa rannsóknir í auknum mæli beinst að þessum hópi þar sem ítarlega er skoðuð nethegðun og afleiðingar hennar með tilliti til deilinga og persónuleika (Azucar o.fl., 2018; Blackwell o.fl., 2017; Correra o.fl, 2010; Geel o.fl, 2017, t.d.,). Í þessu verkefni var nethegðun og samfélagsmiðlanotkun skoðuð í tengslum við það, þ.e. tengsl deilinga og persónuleika. Stuðst var við gögn úr norsku rannsókninni „EU kids online 2018“, sem var framkvæmd sama ár. Þátttakendur voru börn af báðum kynjum, á aldrinum 9-18 ára en úrtak þessa verkefnis innihélt einungis unglinga á aldrinum 12-18 ára. Við frekari skoðun á gögnunum var ákveðið að nota fullyrðinguna Ég veit hvaða upplýsingum ég ætti og ætti ekki að deila á netinu. Ásamt spurningunum Hversu oft hefur þú búið til myndband eða tónlist og deilt á netinu á síðastliðnum mánuði? Og Hversu oft hefur þú tekið eða búið til mynd og deilt með öðrum á netinu á síðastliðnum mánuði, sem fylgibreytur verkefnisins. Áherslan var lögð á breytur eins og aldur, kyn og spurningar sem tengdust persónuleikaþáttunum „Hinum fimm stóru“ (e. Big Five) (Goldberg, 1981) en það eru þættirnir úthverfa (e. extraversion), samvinnuþýði (e. agreeableness), samviskusemi (e. conscientiousness), taugaveiklun (e. neuroticism) og víðsýni (e. openness to experience) (Goldberg, 1993). Þeir voru skoðaðir og bornir saman við fylgibreytuna til frekari úrvinnslu, ásamt persónuleikaeinkenninu kvalalosta (e. sadism) í tengslum við neteinelti. Rannsókn verkefnisins leiddi í ljós að persónuleikaþættirnir úthverfa og víðsýni spáðu best fyrir um hverju unglingar deildu á netinu. Aldur og kyn höfðu einungis áhrif í hluta rannsóknarinnar og persónuleikaeinkennið kvalalosti hafði ekki áhrif í tvíkosta aðhvarfsgreiningu en tengslin voru skoðuð betur í krosstöflum. Út frá hinni myrku þrenningu virtist siðblinda einnig hafa sterk tengsl við nethegðun hvað varðar hefðbundið einelti og neteinelti skv. rannsókn Geel o.fl. (2017). Rannsókn verkefnisins var takmörkuð og skilur því eftir nóg rými fyrir frekari athuganir á tengslum milli persónuleika unglinga og nethegðunar á samfélagsmiðlum.
  Lykilhugtök: Persónuleiki, unglingar, samfélagsmiðlar, Hinir fimm stóru, Hin myrka þrenning, neteinelti.

 • Útdráttur er á ensku

  Internet use among people has increased significantly for the past several decades and most of the communication between adolescents takes place through social media. According to Menntamiðju (2014), social media is used to gain and disseminate information. For that reason, researches have been focused on adolescents in connection to internet behavior regarding online shares and personality. (Azucar o.fl., 2018; Blackwell o.fl., 2017; Correra o.fl, 2010; Geel o.fl, 2017, t.d.,). In this project the focus was on internet behavior and social media use in connection to personality. Data and statistics were used from a Norwegian research, conducted in 2018 “EU kids online 2018. Participants in that study were children, girls and boys from 9-18 years of age. In this project we used only a sample group from the data, teenagers between 12 and 18 years old. Upon further examination of the data, it was decided to use the statement I know what I should and should not share on the internet and the questions How often have you created your own video or music and uploaded it to share online in the past month? and How often have you taken or created an image to share with others online in the past month? as our dependent variables in this project. The following personality traits from the “big five” (Goldberg, 1981) were analyzed and compared to our dependent variable for further processing along with age and gender; extraversion, agreeableness, conscientiousness, neuroticism, and openness to experience (Goldberg, 1993) as well as the personality characteristic sadism in connection to cyberbullying. The research of this project concluded that the personality traits extraversion and openness to experience gave the best prediction of what teenagers would share online. Age and gender only had an effect in parts of the resarch and the characteristic sadism did not have an effect in a binary logistic regression but the correlation was analysed in crosstables. According to a research study (Geel et al., 2017) concerning the dark triad, psychopathy also seemed to have a strong connection to internet behavior in regards to traditional bullying and cyberbullying. The research of this project was limited and therefor leaves plenty of room for further investigations in connection to personality of teenagers and internet behavior through social media.
  Key words: Personality, teenagers, social media, Big Five, The Dark Triad, cyberbullying.

Samþykkt: 
 • 16.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36291


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Persónuleiki og samfélagsmiðlar.pdf502.79 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna