is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Íþróttafræðideild / Department of Sport Science >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36292

Titill: 
  • Áhrif heimavallar og markaskorunar á úrslit leikja : úrvalsdeild karla í knattspyrnu á Íslandi tímabilin 2016-2019
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmiðið með rannsókninni var að skoða mikilvægi heimavallar, mikilvægi fyrsta marks og dreifingu marka í úrvalsdeild karla á Íslandi. Úrtakið samanstóð af öllum þeim leikjum sem spilaðir voru yfir tímabilin 2016-2019. Gögnin voru fengin úr leikskýrslum allra leikja tímabilin 2016-2019 af vef KSÍ. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að heimavallarforskot í íslensku úrvalsdeildinni var 56,7% tímabilin 2016-2019. Liðin sem skoruðu fyrsta mark leiks sigruðu 66,3% leikja og marktækur munur var til staðar á því hvort lið skoraði fyrsta mark leiks og útkomu leiks. Þegar heimaliðin skoruðu fyrsta mark leiks sigruðu þau 71,1% leikja og fengu 77,6% stiga sem í boði voru. Hinsvegar þegar útiliðin skoruðu fyrsta mark leiks sigruðu þau 60,3% leikja og fengu 68,3% stiga sem í boði voru. Marktækur munur var til staðar á því hvort heima- eða útilið skoraði fyrsta mark leiks og útkomu leiks. Skoruð voru 1566 mörk tímabilin 2016-2019 og fleiri mörk voru skoruð í seinni hálfleik heldur en í fyrri hálfleik. Hlutfallslega flest mörk voru skoruð á mínútum 7690+, 364 mörk talsins eða 23,2% marka. Þjálfarar geta notað niðurstöður þessarar rannsóknar sem fræðslu til leikmanna sem getur leitt til þess að þeir verði betur undirbúnir fyrir heima- og útileiki og einnig betri í að bregðast við markaskorun í leikjum.
    Lykilorð: knattspyrna, úrvalsdeild karla, heimavallarforskot, heimalið, útilið, fyrsta mark og markaskorun.

Samþykkt: 
  • 16.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36292


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSc Ritgerð.pdf465.18 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna