Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/36294
Tilgangur: Tilgangur verkefnisins er að útbúa hreyfispjöld fyrir börn á leikskólaaldri. Spjöldin eru einföld með einföldum leiðbeiningum í formi mynda og lýsinga á framkvæmd. Markmið: Hreyfispjöldin eru einföld sem ætti að auðvelda hverjum sem er að leiðbeina barni með æfingar. Spjöldin skiptast í áhersluflokka og er hægt að nýta flokkana til að einblína á ákveðin atriði. Markmiðið er að börn fái meiri örvun og líkamsvitund með hjálp spjaldanna. Æfingunum er líkt við hreyfingar sem dýrin framkvæma og getur það hjálpað börnum að muna æfinguna og á sama tíma fræðast um hreyfingu dýranna.
Ávinningur: Vonast er til að spjöldin séu notuð og að börn komi betur undirbúin í íþróttir og almenna hreyfingu. Einnig að hreyfifærni barna aukist með hjálp spjaldanna og stuðli að góðum hreyfingum í daglegu lífi ásamt þess að auka áhuga þeirra á íþróttum, hreyfingu og heilbrigðum lífstíl. Góð hreyfifærni eykur einnig sjálfstraust og gefur félagslegan ávinning. Markmiðið er að auka líkamsvitund þeirra og kenna þeim hvað sé hægt að framkvæma margar hreyfingar með líkamanum.