en English is Íslenska

Thesis University of Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/3630

Title: 
  • Title is in Icelandic Vantaði oft einhvern sem hægt væri að leita til og gæti gefið sér tíma með mér : reynsla nýliða í leikskólum og þörf þeirra fyrir leiðsögn fyrstu mánuði í starfi
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í þessari rannsókn er fjallað um líðan nýbrautskráðra leikskólakennara og þörf þeirra fyrir leiðsögn fyrstu mánuði í starfi. Markmið rannsóknarinnar er að leitast við að varpa ljósi á hvort nýliðar upplifi óöryggi og í hvaða þáttum starfsins þeir finna fyrir því. Einnig var kannað í hvaða þáttum starfsins þeir hafa þörf fyrir leiðsögn og hversu mikla. Rannsóknin er megindleg og voru allir þeir sem brautskráðust sem leikskólakennarar frá Háskólanum á Akureyri og Kennaraháskóla Íslands vorið 2008 beðnir að taka þátt. Þátttakendur voru beðnir að svara spurningalista sem var aðgengilegur á veraldarvefnum og var svarhlutfallið við honum um 50%. Gerð er grein fyrir hlutverki leikskólakennara, þróun leikskóla á Íslandi og hvað fyrri rannsóknir segja um mikilvægi leiðsagnar til handa nýliðum í kennslu. Lítillega er fjallað um fagmennsku og starfshæfni kennara. Meginniðurstöður eru þær að rétt tæpur helmingur þátttakenda finnur fyrir óöryggi í starfi fyrstu mánuðina og fram kemur að þörf þeirra fyrir leiðsögn er mikil. Það kom í ljós að fáir þátttakendur fengu leiðsagnarkennara en meirihluti nýliða taldi sig hafa þörf fyrir leiðsögn fyrstu mánuðina í starfi. Þeir sem fengu leiðsagnarkennara töldu flestir leiðsögnina ekki hafa verið nægilega. Langflestir nýliðar eru stoltir af því að vera leikskólakennarar en ekki eru jafn margir á því að virðing sé borin fyrir starfi þeirra í þjóðfélaginu. Dregin er sú ályktun út frá niðurstöðum rannsóknarinnar að mikilvægt sé að nýliðar sem hefja störf í leikskólum fái markvissa leiðsögn frá leiðsagnarkennara sem þeir geti leitað til með þau mál sem þeir finna fyrir litlu öryggi. Það dragi úr vanlíðan nýliða, geri starf þeirra ánægjulegra og leiði til þess að þeir verða fyrr hæfari starfsmenn.

Accepted: 
  • Sep 23, 2009
URI: 
  • URI is in Icelandic http://hdl.handle.net/1946/3630


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
pdf_fixed.pdf849.23 kBOpen„Vantaði oft einhvern sem hægt væri að leita til og gæti gefið sér tíma með mér: reynsla nýliða í leikskólum og þörf þeirra fyrir leiðsögn fyrstu mánuði í starfi“-heildPDFView/Open