is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Íþróttafræðideild / Department of Sport Science >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36300

Titill: 
 • Tengsl sálfræðilegra þátta og frammistöðu í líkamlegum mælingum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Tilgangur: Sagt er að ekki sé nóg að huga einungis að líkamlegu atgervi knattspyrnuleikmanna. Markmið rannsóknarinnar er að kanna hvort það eru tengsl á milli sálfræðilegra þátta og frammistöðu í líkamlegum mælingum.
  Aðferð: Gerðar voru líkamlegar mælingar og lögð fyrir sálræn próf fyrir 25 íslenskum knattspyrnumenn í meistaraflokki karla á aldrinum 15 – 36 ára. Líkamlegu mælingarnar voru; fjörtíu metra sprettur, jafnfætis stökks (e. countermovement jump) og Yo-Yo intermittent endurance level 2. Sálrænu prófin innihéldu fjóra spurningalista; TOPS (e. test of performance strategies), SAS-2 (e. sport anxiety scale – 2), SMTQ (e. sport mental toughness questionnaire) og TEOSQ (e. task and ego orientation in sports). Niðurstöður: Fylgnin er ekki mikil en þó einhver. Lítil marktæk fylgni er á milli sálfræðilegrar færni og frammistöðu í líkamlegum mælingum. Marktæk og jákvæð fylgni var á milli sjálfstals (TOPS) og jafnfætis stökks í keppnisaðstæðum, slökunar (TOPS) og jafnfæti stökks í æfingaraðstæðum og virkjunar (TOPS) og Yo-Yo intermittent endurance á æfingaraðstæðum.
  Ályktanir: Fylgnin er ekki mikil en er þó einhver. Þjálfarar ættu að geta nýtt sér sálræna færni sem hluti af þjálfun sinni. Frekari rannsókna er þörf þar sem lítið er til um rannsóknir á áhrifum sálrænnar færni í þjálfun. Í framtíðinni væri hægt að vera með tvo samanburðar hópa þar sem annar hópurinn væri að vinna með sálfræðilega færniþjálfun og hinn væri hlutlaus.
  Lykilorð: Sálfræðileg færniþjálfun – líkamlegar mælingar – knattspyrna – sálræn próf.

Samþykkt: 
 • 16.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36300


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Katla B. Ómarsdóttir Lokaverkefni - BS.c.PDF679.79 kBLokaður til...01.06.2030HeildartextiPDF
katlabjörgbeidni.pdf382.98 kBOpinnPDFSkoða/Opna