is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Íþróttafræðideild / Department of Sport Science >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36301

Titill: 
  • Stuðningur foreldra og áhrif hans á árangur, líðan og þátttöku barna í íþróttum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsókn þessi snýst um að skoða hvaða áhrif stuðningur foreldra hefur á árangur, líðan og þátttöku barna í íþróttum á Íslandi. Stuðningur foreldra er vandmeðfarinn og flóknari en margur myndi halda en foreldrar þurfa sífellt að vera að uppfæra sig til að geta veitt ákjósanlegan stuðning. Skólaárið 2013-2014 lagði Rannsóknir og greining spurningalista fyrir unglinga í 8., 9. og 10. bekk grunnskóla á öllu Íslandi. Alls svöruðu 10521 nemandi spurningalistanum sem samanstóð af 82 spurningum um hag og líðan. Þá voru tekin fjögur viðtöl við reynda knattspyrnuþjálfara. Tilgangurinn var að reyna að greina hvernig börn væru að upplifa stuðning foreldra sinna og hvort það hefði áhrif á íþróttaiðkun þeirra, líðan eða árangur. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að foreldrar á Íslandi virðast vera að standa sig vel þegar kemur að því að styðja við börn sín. Þannig var marktækur munur á milli þeirra sem áttu erfitt eða auðvelt með að fá stuðning frá foreldum þegar kom að íþróttaiðkun, árangri, sjálfstrausti, trú á eigin hæfni og líðan. Þörf er á frekari rannsóknum á viðfangsefninu en vonandi mun rannsókn þessi nýtast þjálfurum og félögum sem þurfa að leiðbeina foreldrum á einn eða annan hátt.
    Lykilorð: Stuðningur, börn, foreldrar, íþróttir, árangur, íþróttaiðkun, líðan, sjálfstraust, sjálfsálit, hæfni 

Samþykkt: 
  • 16.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36301


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni.pdf456.8 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna