is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Íþróttafræðideild / Department of Sport Science >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36303

Titill: 
  • Hreyfifærni, hreysti og sjálfsmat 5-6 ára barna í leikskóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða hreyfifærni, hreysti og sjálfsmat barna í leikskóla á aldrinum 5-6 ára.
    Aðferð: Þátttakendur rannsóknarinnar voru í elstu deild leikskólans á Rauðhól, 5-6 ára. Þau voru 52 í heildina, 25 stúlkur (48%) og 27 drengir (52%). Þátttakendur tóku 4 hreyfifærnipróf úr Test of Motor Competence (TMC) prófabankanum ásamt 3 prófum sem mældu hreysti úr Test of physical Fitness (TPF) prófabankanum. Eftir hverja þraut voru þátttakendur svo látnir meta eigin getu í þrautunum. Hreyfifærniprófin 4 voru kubbaspjald, kubbaturn, hæll í tá ganga og áttuhlaup. Hreystiprófin voru langstökk, 20m sprettur og 1kg boltakast. Svokallað broskallapróf var notað til að meta sjálfsmat. Niðurstöður: Meginniðurstöður rannsóknarinnar voru að stúlkur voru með hærra sjálfsmat og með marktækan mun í 5 af 7 prófum. Hins vegar voru drengirnir með mun hærri fylgni milli eigin getu og sjálfsmats heldur en stúlkurnar.
    Ályktanir: Út frá niðurstöðum þá má álykta að stúlkurnar hafi verið með hærra sjálfsmat en drengirnir, en þeir hafi réttara sjálfsmat miðað við árangur í verkefnunum. Hugsanlega má tengja þessar niðurstöður við rannsóknir sem benda til að sjálfsmat drengja endurspeglast frekar af innra ástandi á meðan sjálfsmat stúlkna endurspeglast af endurgjöf og mati annarra.

Samþykkt: 
  • 16.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36303


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð - Bjarki páll.pdf2.09 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna