Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36304
Í þróun á færni og getu í boccia er mikilvægt að tengsl milli þjálfara og iðkenda og/eða foreldra einstaklinga séu góð. Þegar kemur að sjálfri þjálfuninni er mikilvægt að þjálfari nái vel til iðkanda og hlusti vel á hann. Að auki er lykilatriði að þjálfari hagi tækniæfingum, breytilegum þjálfunaraðferðum og endurgjöf á rétta vegu, sem og miði þjálfun að einstaklingsþörfum iðkenda. Til að svara einstaklingsþörfum þurfa þjálfarar að veita ráðgjöf um val á viðeigandi útgáfu boltasendinga og setja fram markmið sem samsvarar þörfum iðkanda. Í nálgun að fötluðum iðkendum þurfa fagaðilar að hafa í huga að líta á einstaklinga sem íþróttamenn en ekki eingöngu sem fatlaða iðkendur. Mikilvægt er að iðkendur hafi greiðan aðgang að húsnæði, viðeigandi búnaði og aðstoðarmönnum. Það þarf að hafa í huga að iðkendur sem lifa með líkamlegar fatlanir þreytast meir við líkamlega áreynslu og þar af leiðandi þarf að huga að upphitun fyrir hverja æfingu til að hámarka hreyfinám. Þegar iðkendur keppa saman í pörum eða sveitum er nauðsynlegt að æfa góð samskipti og útnefna fyrirliða.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Bs. Verkefni - Andri Bjarnason.pdf.pdf | 427,86 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Árangur næst aðeins með stjórn boltans Handbók - Andri Bjarnason.pdf | 761,92 kB | Opinn | Viðauki | Skoða/Opna |