Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36305
Á undanförnum árum hefur mikil vitundarvakning átt sér stað á Íslandi um íþróttatengd höfuðhögg og alvarleika þeirra. Viðbrögð á vettvangi í kjölfar höfuðhöggs hefur lítið verið rannsökuð en um það snýst þessi eigindlega rannsókn. Tekin voru viðtöl við níu íþróttamenn og -konur sem öll áttu það sameiginlegt að hafa fengið heilahristing með þeim afleiðingum að hafa þurft að hætta tímabundið eða alveg í sinni íþróttagrein. Markmið rannsóknarinnar var að kanna fyrstu viðbrögð í kjölfar höfuðhöggs hjá einstaklingunum sjálfum, þjálfurum og sjúkraþjálfurum. Að auki var kannað hvert viðmælendur myndu ráðleggja einstaklingum að leita í kjölfar höfuðhöggs og hvort þeir höfðu fengið fræðslu hjá sínu íþróttafélagi um einkenni og afleiðingar þess. Niðurstöðurnar sýndu að þrátt fyrir að viðmælendur töldu sig þekkja einkenni heilahristings þá gátu þeir sjálfir ekki metið ástandið strax í kjölfar höggsins. Viðbrögð þjálfara og sjúkraþjálfara voru misjöfn sem gefur til kynna að þekking þeirra er breytileg. Viðmælendum þótti erfitt að segja til um hvert best væri að leita strax í kjölfar höfuðhöggs og ekkert þeirra taldi sig hafa fengið sérstaka fræðslu hjá sínu íþróttafélagi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
B.Sc.-Lokaverkefni.pdf | 661.39 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |