is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Íþróttafræðideild / Department of Sport Science >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36308

Titill: 
 • Skothraði og skothittni í handknattleik
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Tilgangur: Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvort fylgni væri á milli faðmlengdar á handknattleiksmönnum og skothraða í handknattleik. Einnig hvort marktækur munur væri á skothittni handknattleiksmanna eftir leikstöðum á vellinum.
  Aðferð: Þátttakendur sem tóku þátt í mælingum rannsakenda voru 25 talsins en í allri rannsókninni voru þeir 75 talsins. Þátttakendur voru á aldrinum 14 til 18 ára gamlir. Í rannsókninni var notast við sjö próf, þar af voru þrjú sérhæfð skothraðapróf. Þrjú líkamsmælingapróf voru notuð, hæð, þyngd og faðmlengd. Síðasta prófið var skothittni þar sem þátttakendur áttu að kasta boltanum eins oft og hægt var inn í kassann á tíma.
  Niðurstöður: Mikil fylgni var á milli faðmlengdar og skothraðaprófanna allra en sérstaklega við 7m skothraðaprófsins (r=0,88). Ekki var marktækur munur á skothittni leikmanna eftir leikstöðum á vellinum p >0,05.
  Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að þeir sem hafa lengri faðmlengd eru líklegri til þess að skjóta hraðar en þeir sem hafa styttri faðm. Ekki var marktækur munur á skothittni leikmanna eftir leikstöðum á vellinum en áhugavert væri að skoða skottækni leikmanna með vöðvariti þar sem leikmenn hafa mismunandi kast og skotstíl og beita sér þar af leiðandi á mismunandi hátt.

Samþykkt: 
 • 16.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36308


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Sc lokaritgerð-Anton Rúnarsson.pdf4.28 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna