is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36310

Titill: 
  • Gelatín-kítósanhimnur með bakteríuhamlandi virkni til sárameðhöndlunar
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Sár eru vaxandi vandamál í heiminum þar sem öldruðum og sykursjúkum fer fjölgandi. Það er því aukin þörf fyrir betri sáraumbúðir til að hraða og bæta sárameðferð.
    Markmið verkefnisins var að hanna himnur úr lífniðurbrjótanlegum fjölliðum, gelatíni og kítósani, með hentuga eiginleika fyrir sárameðferð. Fyrir utan góða eiginleika til sáragæðslu þá hefur kítósan örverudrepandi eiginleika en það hefur þær takmarkanir að leysast aðeins í súru umhverfi. Í þessu verkefni voru gerðar tvær vatnsleysanlegar afleiður kítósans og þeim blandað í gelatínlausn sem var síðan þurrkuð til að mynda himnur. Himnurnar voru gerðar með mis miklu magni mýkingarefna og þverbindiefna.
    Tölfræðileg tilraunahönnun (DOE) var notuð til að ákvarða hvaða áhrif samsetning þáttanna hafði á bólgnun, leysni, togstyrk og teygni. Niðurstöður bólgnunar og leysni reyndust markækar en hinsvegar voru niðurstöður togstyrks og teygni ómarktækar bæði fyrir þurrar og mjúkar himnur. Því er þörf á því að finna betri aðferð til að mæla togstyrk og teygni. Bakteríuhamlandi eiginleikar gelatín-kítósanhimna voru prófaðir gegn E-coli og S-aureus og reyndust hafa bakteríuhamlandi verkun. Hreinar gelatínhimnur höfðu enga hamlandi verkun.

Samþykkt: 
  • 16.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36310


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gelatín-kítósanhimnur með bakteríuhamlandi virkni til sárameðhöndlunar.pdf9.47 MBLokaður til...14.05.2023HeildartextiPDF
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna.pdf39.76 kBLokaðurYfirlýsingPDF