is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36311

Titill: 
 • Íslenskukunnátta tvítyngdra barna: Tengsl staðlaðra málþroskaprófa og málsýna
 • Titill er á ensku Icelandic language skills in bilingual children: Relationship between standardized psychometric tests and language
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Mikilvægt er að geta lagt mat á málþroska tvítyngdra barna. Yfirleitt geta talmeinafræðingar á Íslandi ekki lagt heildarmat á málþroska tvítyngdra barna á öllum þeim tungumálum sem börnin tala. Þá er mikilvægt að hafa góð matstæki til að leggja mat á íslenskukunnáttu þeirra. Málsýni gefa ýmsar viðbótarupplýsingar við hefðbundin stöðluð próf og þau má nota bæði í klínískum tilgangi og á praktískan hátt við val á íhlutun. Greinagott mat á færni tvítyngdra barna í íslensku er mikilvægt meðal annars til að kortleggja styrkleika og veikleika þeirra og athuga þannig hvort þau þurfi frekari aðstoð við bæði nám og daglegar athafnir.
  Meginmarkmið þessarar rannsóknar var að skoða íslenskukunnáttu tvítyngdra barna í samanburði við eintyngda jafnaldra. Það var gert með mismunandi matstækjum, annars vegar voru lögð fyrir stöðluð próf og hins vegar voru tekin málsýni af sjálfsprottnu tali barnanna. Auk þess svöruðu foreldrar spurningalista um málfærni barna sinna. Markmið spurningalistans var að kanna hversu löngum tíma börnin eyða í íslensku málumhverfi og að skoða hvort þau heyri önnur tungumál t.d. í tölvum eða snjalltækjum. Annað markmið rannsóknarinnar var að skoða hvort málsýni geti bætt upplýsingum við niðurstöður staðlaðra prófa hjá tvítyngdum börnum.
  Tvö stöðluð próf (MELB og PPVT-4) voru lögð fyrir 25 þátttakendur á aldrinum 5;1 til 6;1 ára. Þar að auki voru tekin málsýni af sjálfsprottnu tali þátttakenda. Til samanburðar voru notaðar niðurstöður úr MELB og málsýnum frá 30 eintyngdum börnum á aldrinum 5;3 til 5;11 ára (Brynja Björgvinsdóttir, 2020). Til að athuga hvort marktækur munur reyndist á milli eintyngdra og tvítyngdra barna á málþroskaprófinu MELB og mælieiningum úr málsýnum var t-próf framkvæmt. Enn fremur voru hóparnir bornir saman út frá lýsandi tölfræði, bæði meðaltölum og staðalfrávikum. Mælitölur úr orðaforðaprófinu PPVT-4 voru skoðaðar í samanburði við fyrri rannsóknir á íslenskum börnum (Hrafnhildur Ragnarsdóttir, 2018).
  Niðurstöður sýndu að íslenskukunnátta tvítyngdra barna er mun slakari en kunnátta eintyngdra jafnaldra á málinu. Marktækur munur reyndist á milli hópanna bæði á MELB og á mælieiningum málsýna. Munurinn á milli hópanna var mun meiri á MELB og þar var meðaltal tvítyngdra barna allt að fjórum staðalfrávikum frá meðaltali eintyngdra jafnaldra. Meðaltal tvítyngdra barna var innan við einu staðalfráviki frá meðaltali eintyngdra jafnaldra á flestum mælieiningum málsýna. Munurinn var þó meiri þegar hlutfall málfræðivillna á málsýnum var skoðað og þar var meðaltal tvítyngdra barna tæpum tveimur staðalfrávikum frá meðaltali eintyngdra jafnaldra. Tvítyngdu börnin eru einnig langt á eftir jafnöldrum þegar kemur að orðþekkingu þegar hún var mæld með orðaforðaprófinu PPVT-4. Meðaltal tvítyngdra barna á orðaforðaprófinu PPVT-4 var meira en fjórum staðalfrávikum frá meðaltali eintyngdra jafnaldra á prófinu. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu jafnframt fram á tölfræðilega ómarktæka fylgni á milli staðlaðra prófa og flestra mælieininga málsýna. Mælieiningarnar hlutfall málfræðivillna og já/nei svör höfðu sterkustu fylgnina stöðluðu prófin (MELB og PPVT-4) og voru jafnframt einu mælieiningarnar sem voru tölfræðilega marktækar.
  Það má því draga þá ályktun að fimm ára tvítyngd börn á Íslandi fái ekki nægilega málörvun á leikskólanum til þess að tileinka sér íslensku eins og eintyngdir jafnaldrar. Niðurstöður sýna að börnin geta tjáð sig í sjálfsprottnu tali en þau vantar dýpri þekkingu á innihaldi og formgerð málsins. Út frá því má áætla að flest tvítyngd börn á leikskólaaldri þurfi á markvissri málörvun að halda. Sú málörvun þarf að snúa bæði að máltjáningu barnanna og málskilningi. Huga þarf vel að íslenskri málfræði og finna þarf leiðir til þess að tvítyngd börn tileinki sér málfræði tungumálsins. Málsýni meta málfræði tvítyngdra barna á sama hátt og stöðluð próf gera en ekki aðra þætti tungumálsins eins og orðaforða og hljóðkerfisþætti. Málsýni eru því góður kostur til viðbótar við stöðluð próf til að varpa enn frekara ljósi á málfræði tvítyngdra barna.

 • Útdráttur er á ensku

  It is extremely important to be able to evaluate the language development of bilingual children. In general, Icelandic speech therapists cannot fully assess the language development in all the languages spoken by bilingual children. Thereore, it is important to have access to reliable assessment tools to evaluate the use of the Icelandic language of bilingual children. Language samples provide various additional information to standardized tests and can be used both for clinical and practical purposes. A thorough assessment of bilingual children's skills in Icelandic is important to identify their strengths and weaknesses. In addition, it provides information on whether they need further assistance in both learning and in their daily activities.
  The main objective of this study was to examine bilingual children´s use of the Icelandic language as compared to monolingual peers. This was accomplished with different assessment tools. First, standardized tests were administered and second, language samples of their spontaneous speech were taken. Additionally, parents answered a questionnaire about their children's speech and language. The purpose of the questionnaire was to investigate how much time children spend in an Icelandic language environment and to see whether they hear other languages as well, e.g. on computers or smart devices. The second objective of the study was to examine whether language samples can add information to the results of standardized bilingual tests.
  Two standardized tests (MELB and PPVT-4) were administered to 25 participants aged 5;1 to 6;1. In addition, language samples were collected from the participants. For comparison, results from MELB and the language samples of 30 monolingual children aged 5;3 to 5;11 years were used (Brynja Björgvinsdóttir, 2020). To test whether there was a significant difference between monolingual and bilingual children in the MELB language development test and metric units in the language samples, t-tests were carried out. Furthermore, the differences between the two groups were examined based on descriptive statistics for both averages and standard deviations. Metrics from the vocabulary test PPVT-4 were compared with previous studies of Icelandic children (Hrafnhildur Ragnarsdóttir, 2018).
  The results showed that Icelandic bilingual children lag behind monolingual peers when it comes to language skills. Significant differences were found between the groups in both the MELB and the measurement units from the language samples. The difference between the groups was much greater in MELB, where the average of bilingual children was up to four standard deviations from the average of monolingual peers. The average of bilingual children was less than one standard deviation from the average of monolingual peers on most units of measurement in the language samples. However, the difference was greater when examining the proportion of grammatical errors in spontaneous speech, where the average of bilingual children was almost two standard deviations from the average of monolingual peers. The bilingual children are also far behind their peers when it comes to word knowledge, when measured by the vocabulary test PPVT-4. The average of bilingual children in the vocabulary test PPVT-4 vocabulary was more than four standard deviations from the average of monolingual peers in the test. The results of the study also showed insignificant correlation between standardized tests and most units of measurement in the language samples. The proportion of grammar errors unit of measurement had the strongest correlation (-.53 and -.44) with MELB and PPVT-4, was also the only unit of measurement that showed a statistically significant correlation.
  It can therefore be concluded that five-year-old bilingual children in Iceland are not getting enough language stimulation at the kindergarten to adopt the Icelandic language as monolingual peers. The results show that the children can express themselves in spontaneous speech, but they lack deeper knowledge of the content and structure of the language. From this it can be assumed that most bilingual children of preschool age need effective language stimulation. This language stimulation needs to address both children's speech and their comprehension. Icelandic grammar must be carefully considered, and ways must be found for bilingual children to acquire the grammar of the language. Language samples assesses bilingual children's grammar in the same way as standard tests do, but not other aspects of language such as vocabulary and phonological factors. Thus, language samples are a valid assessment choice in addition to standardized tests, shedding even more light on bilingual children's grammar.

Samþykkt: 
 • 16.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36311


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Íslenskukunnátta tvítyngdra barna - tengsl staðlaðra prófa og málsýna.pdf873.13 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Lokaverkefni skemman.pdf1.06 MBLokaðurYfirlýsingPDF