is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36312

Titill: 
 • Eru verkir hluti af daglegu lífi hjá einstaklingum með Cerebral Palsy á Íslandi? Verkir meðal barna og fullorðinna í CP eftirfylgni
 • Titill er á ensku Is pain a part of daily life for people with Cerebral Palsy in Iceland? Pain in children and adults in the CP follow-up programme
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Inngangur: Cerebral Palsy (CP) er regnhlífarhugtak yfir skaða eða áfall sem verður í heila sem veldur frávikum og seinkun á hreyfiþroska ásamt öðrum fylgiröskunum. Orsök CP eru áverki eða byggingargalli á óþroskuðum heila og er varanlegt ástand, versnar ekki en getur breyst. Breytilegt er á milli einstaklinga hvernig birtingarmynd hreyfihömlunarinnar kemur fram. Auk þeirra einkenna sem geta fylgt hreyfiskerðingunni eru ýmsar afleiddar skerðingar sem geta haft áhrif á líf einstaklinganna. Verkir eru ein af þeim afleiddu skerðingum og einstaklingar með hreyfihamlanir líkt og CP eru í áhættuhópi fyrir því að upplifa slíka verki. Verkir geta haft margvísleg áhrif á líf einstaklinga og sökum þess er mikilvægt að rannsaka þá betur, ekki aðeins til að skilja betur upplifun viðkomandi heldur einnig til að geta mótað viðeigandi meðferð sem og aukið gildi fyrirbyggjandi þátta.
  Markmið: Að kanna algengi verkja hjá þátttakendum í CP eftirfylgni á Íslandi (CPEF). Skoðuð voru tengsl milli verkja og aldurs, kyns og grófhreyfifærniflokkunar og ennfremur áhrif verkja á daglegt líf einstaklinga. Rannsakað var hvort verkjamynstur væri háð þessum breytum og hvað einkennir þann hóp sem upplifir verki. Einnig var rýnt í tjáskiptaleiðir þátttakenda með tilliti til CFCS dreifingar þýðis.
  Aðferðafræði: Notast var við gögn úr CPEF sem hýst eru í sænska gagnagrunninum CPUP. Verkjaskema CPEF er notað til að skoða og meta verki hjá þátttakendum ásamt fleiri breytum sem skoðaðar eru í eftirfylgninni og notaðar í þessari rannsókn; aldur, kyn, Gross Motor Function Classification System (GMFCS) og Communication Function Classification System (CFCS).
  Niðurstöður: Alls skráðu 65,7% (n = 92) þátttakenda í CPEF verki. Konur upplifðu hlutfallslega meiri verki en karlar (p = 0.045). Þátttakendur í GMFCS IV voru marktækt oftar með skráða verki samanborið við einstaklinga í GMFCS I (p = 0.044). Aðhvarfsgreining (e. logistic regression) sýndi marktækan mun á verkjaskráningu hjá einstaklingum á aldursbilinu 0-10 ára samanborið við 18-39 ára (p = 0.036) og 40+ (p = 0.036). Veik en marktæk, jákvæð fylgni var á milli GMFCS flokkunar og magaverkja (rs = 0.285; p = <.001). Veik, en tölfræðilega marktæk neikvæð fylgni fannst á milli GMFCS flokkunar og verkja í fótum og/eða fótleggjum (rs = -0.189; p = 0.026). Veik, jákvæð fylgni fannst á milli aldurs og verkja í mjöðmum og/eða lærum (rs = 0.275; p = 0.001) öxlum (rs= 0.188; p = 0.026) og hnjám (rs=0.194; p = 0.022). Af þeim sem skráðu verki, svöruðu 23 (25%) einstaklingar því játandi að verkir hefðu neikvæð áhrif á þeirra daglegu venjur/athafnir (ADL) og 40 (43,5%) einstaklingar tjáðu að verkir hefðu neikvæð áhrif á svefn þeirra.
  Ályktanir: Með því að rýna í niðurstöður sést hvernig dreifing og þróun verkja er hjá þátttakendum CPEF á Íslandi. Niðurstöður rannsóknarinnar veita innsýn inn í algengi verkja hjá íslensku fólki með CP, hvaða verkjasvæði eru algengust og áhrif aldurs, kyns og grófhreyfifærni á umfang verkja. Þannig geta fagaðilar verið á varðbergi sérstaklega hjá þeim hópi sem er líklegri til að upplifa verki með tilliti til aldurs, kyns og GMFCS flokkunar.

Samþykkt: 
 • 16.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36312


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fríða - Meistaraverkefni - 1. júní copy.pdf1.95 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Fríða - Yfirlýsing.pdf879.58 kBLokaðurYfirlýsingPDF