is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Hólum > Ferðamáladeild > BA verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36317

Titill: 
 • Hver er upplifun reiðhjólaferðamanna af Vestfjörðum sem áfangastað?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Reiðhjólaferðamenn eru lítill hópur ferðamanna sem lítið hefur farið fyrir í rannsóknum hér á landi. Á Vestfjörðum er talsvert minna af ferðamönnum en víðast annars staðar á landinu og þar með talsvert minni umferð. Þar er því kjörlendi fyrir reiðhjólaferðamenn eða hvað? Hér var þessi fámenni hópur ferðamanna skoðaður. 23 ferðamenn sem ferðuðust á reiðhjóli um Vestfirði 2018-2019 svöruðu spurningalista sem þeim var sendur í Word skjali með tölvupósti og sendu einnig inn mynd úr ferð sinni sem þeir töldu lýsa upplifun sinni best. Niðurstöður sýndu að þeir eru ungir að meðaltali, þeir ferðast á reiðhjóli til að tengjast náttúrunni og til að ferðast á þægilegum hraða til að missa ekki af neinu. Þeir gista í tjaldi fyrir sparnaðinn og sveigjanleikann. Væntingar þeirra voru litlar aðrar en að þar væri fallegt landslag, lítil umferð og fáir ferðamenn. Vestfirðir mæta væntingum þeirra nokkuð auðveldlega og fara fram úr væntingum sumra þó langt sé á milli tjaldstæða og matvælasölustaða. Það eina sem virðist skorta er aðgangur að viðgerðaaðstöðu eða þjónustu. Allir mæla þeir með svona ferð.
  Lykilorð: Reiðhjólaferðamaðurinn, áfangastaðurinn Vestfrirðir, vistvæn ferðamennska, upplifun, væntinga upplifun

 • Útdráttur er á ensku

  Bicycle travelers are a small group of tourists who have not been researched much in this country. In the Westfjords, there are considerably fewer tourists than in other parts of the country, and thus traffic is considerably less. So this would be the ideal land for cyclists or what? Here, this small group of tourists was explored. 23 travelers traveling by bicycle around the Westfjords in 2018-2019 answered a questionnaire sent to them in Word documents via email and they also submitted a photo from their trip that they thought would best describe their experience. The results showed that they are on average rather young, they ride a bicycle to connect with nature and travel at a comfortable speed so as not to miss anything. They sleep in a tent to save money and have more flexibility. Their expectations were not much besides beautiful scenery, low traffic and few travelers. The Westfjords meet their expectations quite easily and exceed the expectations of some, even though campsites and food outlets are few and far apart. All that seems to be lacking is access to repairing facilities or services. They all recommend such a trip.
  Keywords: Bicyclist tourist, the destination Westfjords, ecotourism, experience, expectation

Samþykkt: 
 • 18.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36317


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hver er upplifun reiðhjóla ferðamanna af áfangastaðnum Vestfjörðum.pdf1.49 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna