is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36320

Titill: 
 • Afglæpavæðing neysluskammta : hvað er einn skammtur?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Markmið ritgerðarinnar er að kanna ólíkar nálganir á afglæpavæðingu fíkniefna til þess að komast betur að því hverju huga þarf að þegar rætt er um mögulega afglæpavæðingu neysluskammta hér á landi. Leitast var við því að svara hvað neysluskammtur sé í raun og veru.
  Skoðað var þróun fíkniefnalöggjafar í heiminum ásamt því að skoða kenningar klassíska- og pósitífska skólans með tilliti til refsinga. Það var gert til þess að sjá hvernig þróunin hefur verið og að sjá hvaða nálganir þjóðir hafa tekið í fíkniefnastefnum sínum en það voru hamlandi- og skaðaminnkandi nálgun. Hefur þróunin verið í átt frá hamlandi stefnum sem einkennast af hörðum refsingum fyrir fíkniefnabrot yfir í skaðaminnkandi stefnur sem taka á neytandum sem sjúklingi frekar en glæpamanni. Í ljósi þeirrar þróunar hafa fjölmargar þjóðir ýmist afglæpavætt neysluskammta eða lögleitt fíkniefni, því var gert grein fyrir efnislega muninum á afglæpavæðingu og lögleiðingu fíkniefna.
  Með þetta til hliðsjónar voru fjórar þjóðir skoðaðar sem tekist hafa á við fíkniefnavandann með mismunandi aðferðum, skoðað var hvaða aðferðum þær beittu og þann árangur sem náðst hefur verið í hverju landi fyrir sig ásamt því að löndin voru borin saman hvað varðar neyslu fíkniefna og dánartíðni meðal fíkla.
  Einnig var þróun fíkniefnalöggjafar á Íslandi skoðuð en samskonar viðhorfsbreyting hefur átt sér stað hér á landi og víðar í heiminum þar sem skaðaminnkandi stefna hefur rutt sér til rúms.
  Að lokum voru gögn frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um haldlagningu fíkniefna notuð til þess að sjá hvernig lögreglan hefur skilgreint neysluskammta í verki. Niðurstöður ritgerðarinnar sýna að ef miða á við meðalmagn sem haldlagt var á síðasta áratugi sé neysluskammtur maríjúana 11,5 grömm, kókaíns 1,5 grömm, amfetamíns 3,1 gramm og ecstacy 1,2 grömm.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this thesis is to explore different approaches to decriminalization of drugs in order to better understand what needs to be taken into consideration when discussing the possibility of decriminalizing drugs for personal use in Iceland. An attempt is made to understand who large a personal use dose actually is. The evolution of drug legislation worldwide was examined, as well as a look was taken into the theories of the classical and positive schools as it attains to punishment, to get a clearer idea of the evolution of drug legislation and the approaches used by states to combat the drug problem. The two most used approaches are restrictive and harm reduction, the progression has been going away from the restrictive approach with harsher penalties for drug related offences towards a more accepting harm reduction approach which treats the user as a patient instead of a criminal. In light of that progression, many nations have turned to either decriminalization of personal use doses of drugs or legalization, therefore it was necessary to explain the substantive difference between decriminalization and legalization. Four countries which took different approach to handling the drug problem were examined with regards to each countries efficiency in combating the problem, as well as the drug use and mortality rates among addicts were compared to better understand the scope of the problem in each country. The evolution of drug legislation in Iceland was also examined, and it became apparent that similar attitudes have arisen in Iceland to those of other countries where the use of harm reduction methods have become more prevalent. Finally, data from Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu on drug seizures was used to see how the police have defined a personal use dose in actuality. The results of the thesis show that, based on the average quantity per seizure over the last decade, a personal use of marijuana is 11,5 grams, cocaine is 1,5 grams, amphetamine is 3,1 grams and ecstacy is 1,2 grams.

Samþykkt: 
 • 18.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36320


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Afglæpavæðing Neysluskammta.pdf426.51 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna