is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Íþróttafræðideild / Department of Sport Science >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36321

Titill: 
  • Notkun og áhrif nuddrúlla á stoðvef
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið verkefnisins er að kanna niðurstöður rannsókna á áhrif nuddrúlla á frammistöðu, liðleika, harðsperrur, sársauka, hreyfisvið og streitueinkenni og leggja til myndbönd sem byggja á bestu þekkingu. Rannsóknir benda til þess að reglulegt nudd með nuddrúllu minnki harðsperrur og geti hækkað sársaukaþröskuldinn. Hæg rúllun í 30-60 sekúndur í senn í allt að þrjú til fimm skipti með 10-30 sekúndna hvíld á milli setta getur reynst vel og bætt bæði frammistöðu og endurheimt en rannsóknir á nuddrúllum og frammistöðu hafa aukist með árunum þó verulega megi bæta þar úr. Rannsóknir hafa leitt í ljós að nuddrúllur í bland við dýnamískar teygjur og virka upphitun fyrir æfingu geta dregið úr stífni vöðva og aukið hreyfisvið. Til þess að auka liðleika þarf að rúlla í allt að 90-120 sekúndur á hvern vöðva. Í mótspyrnuþjálfun (e. resistance training) eins og styrkþjálfun eða lyftingum geta nuddrúllur milli æfingasetta hinsvegar haft skaðleg áhrif á getu einstakings til þess að efla kraft og þol. Sársauki eftir miklar æfingar og álag eru stundum meðhöndlaður með verkjalyfjum en hafa ber í huga að skynsamlegt er að nota nuddrúllu eða bandvefslosun sem val og jafnvel fyrsta val til að vinna á sársauka vegna bólgna og hreyfiskerðingar. Undanfarin ár hefur hugtakið bandvefslosun náð yfir margskonar meðhöndlun eins og nudd, teygjur, notkun áhalda og þrýsting á trigger punkta til að fást við t.d. beinþynningu, mjúkvefjaskemmdir og stoðkerfisvandamál. Í dag hallast flestir fræðimenn að því að tæknin við að losa um bandvef felist í því að draga úr staðbundnum stífleika í vöðvafelli þó að fræðigreinar séu ekki einhuga um það. Mikilvægt er að leiðbeinendur og þjálfarar sem nota nuddrúllur í þjálfun og kennslu séu meðvitaðir um tiltækar leiðbeiningar sem eru byggðar á rannsóknum og bestu þekkingu innan þessara fræða. Efla þarf rannsóknir á gagnsemi þessa einfalda hjálpartækis.

Samþykkt: 
  • 18.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36321


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð.BSc.pdf2.3 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna