Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36323
Viðfangsefni þessarar ritgerðar eru hraðaþolsmælingar á helming knattspyrnuiðkendum í 3. flokki karla á Íslandi. Hraðaþolsprófið sem notast var við er 5x 30 metra sprettur, auk þeirra var spyrnukrafts-, stökk-, snerpu- og þolpróf. Þátttakendur voru mældir einu sinni og ekki var um samanburðarhóp að ræða þar sem mælingar af slíkri stærð á þessum aldurshóp hafa ekki verið framkvæmdar hérlendis. Mælingardagarnir voru 9 í heildina og áttu sér stað á tímabilinu 25. janúar til 16. febrúar. Markmið þessarar rannsóknar var að mæla alla knattspyrnuiðkendur í 3. flokki á Íslandi. Frammistöðu þátttakenda var skoðuð í hraðaþolsprófinu með tilliti til leikstöðu, niðurstöður sýndu fram á að marktækur munur var á milli framherja og markvarða (p> 0,05). Ekki fannst marktækur munur milli fleiri leikstaða. Fyrsti sprettur var skoðaður hjá þátttakendum og sýndu niðurstöður fram á að fyrsti sprettur var með hraðasta meðaltímann í 75,39% tilvika, sem gerir það að verkum að 24,61% þátttakenda áttu sinn hraðasta sprett í öðrum til fimmta spretti. Ásamt því var skoðað hvort línuleg hnignun ætti sér stað í gegnum alla fimm sprettina. Niðurstöður sýndu fram á línulega hnignun í fyrstu fjórum sprettunum en ekki í fimmta spretti.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Bs lokaskjal skemman.pdf | 326,68 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |