is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Íþróttafræðideild / Department of Sport Science >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36325

Titill: 
  • Greining á vöðvavirkni í beygju og réttu á hné undir ólíkum viðnámsskilyrðum í vatni : áhrif hraða og flatarmáls hlutar á viðnám í straumefni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Til að magngreina áhrifin sem æfingar í vatni hafa á vöðvana var skoðuð beygja og rétta á hné í vatni. Vöðvavirkni bicep femoris og rectus femoris var greind í hreyfingunni með hjálp EMG mælibúnaðar til að skoða sérstaklega tvær breytur dragkraftsjöfnunar. Þessar breytur eru yfirborðsflatarmál og hraði hlutar. Borin voru saman fjögur mismunandi yfirborðsflatarmál sem fengin voru með hjálp viðnámsblaðkna. Hreyfingin var framkvæmd á þremur mismunandi hröðum sem samtals mynduðu 12 viðnámsskilyrði. Rannsóknin fór fram í febrúar og mars og tóku 5 heilsuhraustir einstaklingar þátt. Niðurstöðurnar sýna að þó að báðar breyturnar hafi áhrif á vöðvavirkni, er ekki marktækur munur á milli viðnámsskilyrða og aðeins markverður munur á milli hraðaskilyrða. Gögn frá sérstökum róbóta sem hafði greint álag sem verkar í gegnum hnéliðinn voru notuð samhliða rannsókninni. Þessi gögn voru borin saman við niðurstöður fyrir vöðvavirkni og kom í ljós að ekki væri línulegt samband á milli vöðvavirkni og vöðvakrafta í vöðvunum.

Samþykkt: 
  • 18.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36325


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Sc. Lokaverkefni.pdf909.2 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna