is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Íþróttafræðideild / Department of Sport Science >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36326

Titill: 
 • Er samband milli líkamlegrar getu hjá 15-16 ára drengjum í knattspyrnu og loka niðurstöðu meistaflokks sömu liða á Íslandsmeistaramótinu 2019?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Tilgangur: Í rannsókninni var skoðað hvort samband væri milli líkamlegrar getu hjá 15-16 ára drengjum og loka niðurstöðu meistaraflokks sömu liða á Íslandsmeistamótinu í knattspyrnu
  2019. Þrjú próf voru skoðuð hjá hópnum. Prófin mældu kraft í neðri parti líkamans, þ.e. hraða og þol. Prófin voru eftirfarandi: Countermovement jump próf, 5x30 metra sprett próf og YoYo Intermittent Endurance 2 þol próf. Hæð og þyngd þátttakanda var einnig mæld.
  Aðferð: 15-16 ára drengir í knattspyrnu um land allt voru beðnir að taka þátt í fimm líkamlegum prófum á vegum Háskólans í Reykjavík og Knattspyrnusambands Íslands.
  Mælingarnar voru gerðar um land allt á tímabilinu 25. janúar til 16. febrúar 2020. Við úrvinnslu gagna skipti rannsakandi Íslandsmóti karla í knattspyrnu uppí fimm flokka, nánartiltekið Pepsí Max deild í þrjá flokka, Inkasso deildinni einn flokk og neðri deildum í einn flokk. Úrvinnsla gagna var unnin í tölfræðiforritinu SPSS.
  Niðurstöður: Einhliða dreifigreining sýndi marktækan mun milli hópa í stökkkraft prófi (CMJ) og á þol prófi (YoYo IE2), ekki var marktækur munur milli þess samkvæmt spretthraða prófi (5x30). 3,7% samband var milli árangurs í CMJ og að lenda í hóp 1 (PM 1-4) en sambandið
  var meira í YoYo IE2 eða 11,8%. 15-16 ára drengir þeirra liða sem enduði í topp 4 á Íslandsmótinu 2019 hljópu marktækt lengra en aðrir hópar að undanskildum neðri deildum.
  Marktækur munur var milli hópa eftir þyngd og BMI stuðli en ekki eftir hæð.
  Ályktanir: Álykta má af þessum niðurstöðum að samband sé á milli árangurs í YoYo IE2 prófi og árangurs í knattspyrnuleik. Samkvæmt niðurstöðum þessarar rannsóknar bendir það til sambands milli góðs árangurs í (YoYo IE2) hjá drengum 15-16 ára og loka niðurstöðu
  meistaflokks í Íslandsmeistamóti. Ekki var samband í þessari rannsókn milli loka niðurstöðu meistaraflokks og árangurs 15-16 ára drengja í spretthraða prófi (5x30) .

Samþykkt: 
 • 18.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36326


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Íþróttafræði-BSc-lokaskil pdf.pdf559.27 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna