is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > MEd/MSc Íþróttafræðideild / Department of Sport Science >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36329

Titill: 
  • Hreyfing í vatni er heilsubót
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið þessa verkefnis var að setja saman kennsluefni með æfingum til að stunda í vatni og gera það aðgengilegt á opinni vefsíðu. Æfingarnar eru ætlaðar öllum, en þó með áherslu á aldraða. Þéttleiki vatns veitir mótstöðu við hreyfingu og flotmáttur þess dregur úr áhrifum þyngdarafls á liði. Hreyfing í vatni er því talin henta vel öldruðum sem hafa skertan vöðvakraft og auma liði. Skoðaðar voru rannsóknir á hreyfingu í vatni. Sett var upp æfingaáætlun með myndum og útskýringum á framkvæmd. Æfingarnar sem urðu fyrir valinu hafa verið notaðar með góðum árangri í rannsóknum, með það í huga að auka styrk og þol iðkenda á 8-12 vikna tímabili. Æfingarnar og áætlanirnar eru nú aðgengilegar á heimasíðunni holltherognu.is. Einnig er þar að finna fróðleik um ávinning þess að stunda reglubundna hreyfingu í vatni.

  • Útdráttur er á ensku

    Abstract
    The main objective of this project was to make a teaching material on exercises in water and make it accessible on a website for everyone to use, but with the elderly in mind. Exercises in water give the possibility to move and get a full range of motion and at the same time be gentle on tenderness of bones and stiffness of joints that often afflict the elderly. Exercises were selected from researches that study exercises in water and have shown to benefit in both strength and endurance when used in a period of 8-12 weeks. An exercise plan with photos and videos of how to perform is now accessible on the website holltherognu.is. along with information about the positive effects of water exercises.

Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
  • 18.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36329


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HR - Fræðilegur inngangur - master Haustmisseri 2019-1.pdf7.45 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna