Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36330
Inngangur: Líkamleg viðmið í kvennaknattspyrnu geta verið mjög mikilvægur hluti af þjálfun leikmanna. Þau geta hjálpað leikmönnum að sjá hvar þeir standa þegar kemur að líkamlegri getu í samanburði við leikmenn á sama aldri. Það auðveldar þeim að setja sér markmið og eiga því auðveldara með að vaxa sem leikmenn.
Markmið: (i) að búa til viðmið úr líkamlegum prófum fyrir knattspyrnukonur á aldrinum 14-18 ára í loftháðri- og loftfirrtri getu, og skotkraft, (ii) að sjá hvort líkamleg geta getur breyst eftir aldri og (iii) að búa til plaggat fyrir þjálfara og knattspyrnustelpur á Íslandi með upplýsingum um viðmið og lýsingu á prófum.
Aðferð: Gerðar voru líkamlegar mælingar á knattspyrnustelpum á aldrinum 14-18 ára (15.08±1.23). Hver þátttakandi var mældur í hæð og þyngd, 5x30m sprett prófi, Countermovement jump prófi, skotkraft, Illinois agility prófi, og Yo-Yo IE2 þolprófi. Líkamleg viðmið voru búin til eftir aldri: 14 ára (n=38), 15 ára (n=107), 16 ára (n=83), 17 ára (n=31) og 18 ára (n=42).
Niðurstöður: Líkamleg viðmið sýndu að 17 ára leikmenn í Framúrskarandi hóp sýndu fram á bestu niðurstöður í loftfirrtum prófum. 18 ára leikmenn í Framúrskarandi hóp sýndu fram á bestu niðurstöður í loftháðum prófum og skotkrafti. Það var marktækur munur á milli aldurshópa í skotkrafti, Illinois prófi, Yo-Yo prófi, og hæð og þyngd.
Ályktanir: Viðmiðin sýndu að líkamleg geta eykst með aldri. Loftháð geta eykst með hverjum aldursflokki en loftfirrt geta eykst til 17 ára en virðist svo staðna við 18 ára aldur.
Leitarorð: frammistaða, líkamleg geta, líkamleg próf, viðmið, hraði, stökkkraftur, skotkraftur, snerpa, loftháð þol, loftfirrt.
Introduction: Standardized fitness norms in female football can be very helpful for players and their coaches. It can help with fitness screening, profiling, and monitoring where the players rank in comparison with other players similar in age. It can help them set goals and help them grow as a player.
Objectives: (i) To make a standardized fitness norms for female football players aged 14-18 in aerobic-, and anaerobic capacity, and kicking velocity, (ii) to see if physical ability can change with age in female football players, and (iii) to make a poster with information and clarification of each test.
Method: Female football players in Iceland, aged 14-18 (15.08±1.23) were tested in 5x30m sprint test, Countermovement jump test, kicking velocity, Illinois agility test, and Yo-Yo IE2 test, and basic anthropometry was measured. Standardized fitness norms were made by age: 14 years (n=38), 15 years (n=107), 16 years (n=83), 17 years (n=31) and 18 years (n=42).
Results: Standardized fitness norms showed that 17 years old players in Excellent norm performed better in all anaerobic capacity than other players. 18 years old players in Excellent norm performed better than other players in aerobic capacity and kicking velocity. There was a significant difference between age groups in kicking velocity, Illinois agility test, Yo-Yo test and basic anthropometry.
Conclusion: Standardized fitness norms show that physical ability can change with age. Aerobic capacity increases with each age category but anaerobic capacity increases until the age of 17 but plateaus at the age of 18.
Keywords: performance, sprinting, jumping, kicking, agility, aerobic endurance, age, norms.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Guðrún.masterthesis..pdf | 529.8 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |