Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/36335
Markmið þessa verkefnis var að útbúa handbók fyrir unglingastig grunnskóla í skólasundi. Verkefnið skiptist í tvo hluta, fyrri hluta sem er fræðilegur kafli og seinni hluta sem er handbók. Í fræðilega kaflanum er fjallað um mikilvægi hreyfingar og heilsufarslegan ávinning af hreyfingu í sundi. Einnig er fjallað um skólakerfið og skólaíþróttir og hvers vegna það er mikilvægt að kennarar notist við fjölbreyttar kennsluaðferðir og áætlanir við kennslu á unglingastigi. Handbókin inniheldur æfingar sem bæði er hægt að framkvæma á landi og í sundlaugum, sem og samsettar æfingar sem byggðar eru upp sem upphitun, aðalþáttur og niðurlag. Vonast er til þess að kennarar og þjálfarar nýti sér þær æfingar sem eru að finna í handbókinni við þjálfun og kennslu. Æfingarnar er hægt að eru nota í heild sinni eða til þess að fá nýjar hugmyndir.